„Svona geta höfundar verið kvikindislegir“ Forlagið 14. nóvember 2023 10:42 „Þegar ég lýk við eina bók er ég yfirleitt byrjuð að velta þeirri næstu fyrir mér. Eitthvað verð ég að hugsa um á meðan ég naga neglur og bíð eftir handriti úr yfirlestri." Jónína Leísdóttir sendir nú frá sér sína áttundu glæpasögu. Elsa B Magnúsdóttir Drottning kósíkrimmanna, Jónína Leósdóttir, hefur sent frá sér þriðju bókina kennda við Sáló ehf. ,þar sem þau Adam og Soffía leysa snúin sakamál. Þvingun er áttunda glæpasaga Jónínu, en margir þekkja sögur hennar um Eddu á Birkimelnum sem slógu gjörsamlega í gegn. Glæpasögur Jónínu eru spennandi, vel fléttaðar, hlýlegar og fullar af stórskemmtilegum persónum og ískrandi húmor. Sálfræðingurinn Adam er enn eina ferðina lentur í klónum á fyrrverandi eiginkonu sinni, sem vill að hann hjálpi henni að leysa sakamál. Og þegar Soffía hjá rannsóknarlögreglunni hefur bitið eitthvað í sig, duga aldeilis engar mótbárur. „Ég legg alltaf upp með að skapa persónur sem búa yfir bæði jákvæðum og neikvæðum eiginleikum, enginn er jú alvondur eða algjör engill,“ segir Jónína. „Adam er ljúflingur og gæðablóð en líka svo sérvitur og vanafastur að það er nánast sjúklegt. Soffía er aftur á móti dugnaðarforkur og hörkutól sem allir vildu hafa í sínu liði ef eitthvað amaði að en væru ekki endilega spenntir fyrir að búa með. Það kemur því ekkert á óvart að hjónaband Adams og Soffíu gekk ekki upp en einmitt þess vegna fannst mér gaman að skikka þau til að vinna saman að lausn sakamála undir miklu álagi og með gömul ágreiningsefni kraumandi undir yfirborðinu. Svona geta höfundar verið kvikindislegir.“ Margslungið morðmál Án þess að spilla of miklu fyrir lesendum þá finnst maður myrtur í sumarbústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams og Soffíu. Mál fara enn að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fundið hótunarbréf sem tengist málinu. Upp úr dúrnum kemur að ýmsir hafa fengið afar ógeðfelld, nafnlaus hótunarbréf og grunsemdir beinast að ákveðnum vinnustað í Reykjavík. Málið reynist því talsvert margslungnara en sýnist í fyrstu. Fleira hvílir á herðum Adams, sem á heilabilaða, aldraða móður í Englandi og svo er það leyndarmálið sem hann gætir eins og sjáaldurs augna sinna: Glamúrgellan Jenný sem gjarnan skýtur upp kollinum á álagstímum og setur líf hins prúða og reglufasta Adams í uppnám. Þá hefur því verið fleygt að í bókinni sé leynigestur sem eigi eftir að gleðja aðdáendur svo um munar. „Já, ég stóðst ekki mátið að láta Adam og Soffíu rekast á Eddu, vinkonu mína á Birkimelnum, þegar þau eru að rannsaka morðmál í nýju bókinni. Edda er þó alls ekki í aðalhlutverki. Hún fær bara rétt aðeins að stinga inn nefinu, forvitnast og reyna að stjórna hlutum sem ekki eru í hennar verkahring, eins og hennar er von og vísa.“ Leiddist seint út á glæpabrautina Jónína á langan og farsælan feril að baki og hefur skrifað á þriðja tug bóka, þar á meðal vinsælar unglingabækur.Nú er hún stödd í miðjum glæpasögufasa sem sér ekki fyrir endann á. „Ég hafði skrifað þrettán bækur af ýmsum toga áður en ég leiddist út á glæpabrautina og nú eru glæpasögurnar allt í einu orðnar átta. Ég er enn í þeim gír og held ekki fram hjá krimmunum á meðan. En það gæti alveg breyst. Þegar ég lýk við eina bók er ég yfirleitt byrjuð að velta þeirri næstu fyrir mér. Eitthvað verð ég að hugsa um á meðan ég naga neglur og bíð eftir handriti úr yfirlestri hjá ritstjóra eða eftir umsögnum frá öðrum yfirlesurum sem eru mér innan handar. Þótt Þvingun sé tuttugusta og fyrsta bókin mín er ég nefnilega alltaf óviss um viðbrögð við handritunum, þetta venst aldrei. Svo það er hentugt að hafa eitthvað til að pæla í þegar tómarúm skapast – ekki síst þar sem meðganga hverrar bókar er löng og ég byrja ekki að skrifa fyrr en mörgum mánuðum eftir að fyrsta hugmynd kviknar,“ segir Jónína. Vill ekki jólagjafir en gefur sjálf bækur „Ég gef helst alltaf bækur, hvort sem það er á afmælum, jólum eða við önnur tilefni. Og þar sem ég biðst undan því að fá jólagjafir, manneskja sem á allt, kaupi ég mér sjálf bækur fyrir jólin. Seinna læt ég þær svo ganga þannig að aðrir geti einnig notið þeirra,“ segir Jónína að lokum. Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira
Glæpasögur Jónínu eru spennandi, vel fléttaðar, hlýlegar og fullar af stórskemmtilegum persónum og ískrandi húmor. Sálfræðingurinn Adam er enn eina ferðina lentur í klónum á fyrrverandi eiginkonu sinni, sem vill að hann hjálpi henni að leysa sakamál. Og þegar Soffía hjá rannsóknarlögreglunni hefur bitið eitthvað í sig, duga aldeilis engar mótbárur. „Ég legg alltaf upp með að skapa persónur sem búa yfir bæði jákvæðum og neikvæðum eiginleikum, enginn er jú alvondur eða algjör engill,“ segir Jónína. „Adam er ljúflingur og gæðablóð en líka svo sérvitur og vanafastur að það er nánast sjúklegt. Soffía er aftur á móti dugnaðarforkur og hörkutól sem allir vildu hafa í sínu liði ef eitthvað amaði að en væru ekki endilega spenntir fyrir að búa með. Það kemur því ekkert á óvart að hjónaband Adams og Soffíu gekk ekki upp en einmitt þess vegna fannst mér gaman að skikka þau til að vinna saman að lausn sakamála undir miklu álagi og með gömul ágreiningsefni kraumandi undir yfirborðinu. Svona geta höfundar verið kvikindislegir.“ Margslungið morðmál Án þess að spilla of miklu fyrir lesendum þá finnst maður myrtur í sumarbústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams og Soffíu. Mál fara enn að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fundið hótunarbréf sem tengist málinu. Upp úr dúrnum kemur að ýmsir hafa fengið afar ógeðfelld, nafnlaus hótunarbréf og grunsemdir beinast að ákveðnum vinnustað í Reykjavík. Málið reynist því talsvert margslungnara en sýnist í fyrstu. Fleira hvílir á herðum Adams, sem á heilabilaða, aldraða móður í Englandi og svo er það leyndarmálið sem hann gætir eins og sjáaldurs augna sinna: Glamúrgellan Jenný sem gjarnan skýtur upp kollinum á álagstímum og setur líf hins prúða og reglufasta Adams í uppnám. Þá hefur því verið fleygt að í bókinni sé leynigestur sem eigi eftir að gleðja aðdáendur svo um munar. „Já, ég stóðst ekki mátið að láta Adam og Soffíu rekast á Eddu, vinkonu mína á Birkimelnum, þegar þau eru að rannsaka morðmál í nýju bókinni. Edda er þó alls ekki í aðalhlutverki. Hún fær bara rétt aðeins að stinga inn nefinu, forvitnast og reyna að stjórna hlutum sem ekki eru í hennar verkahring, eins og hennar er von og vísa.“ Leiddist seint út á glæpabrautina Jónína á langan og farsælan feril að baki og hefur skrifað á þriðja tug bóka, þar á meðal vinsælar unglingabækur.Nú er hún stödd í miðjum glæpasögufasa sem sér ekki fyrir endann á. „Ég hafði skrifað þrettán bækur af ýmsum toga áður en ég leiddist út á glæpabrautina og nú eru glæpasögurnar allt í einu orðnar átta. Ég er enn í þeim gír og held ekki fram hjá krimmunum á meðan. En það gæti alveg breyst. Þegar ég lýk við eina bók er ég yfirleitt byrjuð að velta þeirri næstu fyrir mér. Eitthvað verð ég að hugsa um á meðan ég naga neglur og bíð eftir handriti úr yfirlestri hjá ritstjóra eða eftir umsögnum frá öðrum yfirlesurum sem eru mér innan handar. Þótt Þvingun sé tuttugusta og fyrsta bókin mín er ég nefnilega alltaf óviss um viðbrögð við handritunum, þetta venst aldrei. Svo það er hentugt að hafa eitthvað til að pæla í þegar tómarúm skapast – ekki síst þar sem meðganga hverrar bókar er löng og ég byrja ekki að skrifa fyrr en mörgum mánuðum eftir að fyrsta hugmynd kviknar,“ segir Jónína. Vill ekki jólagjafir en gefur sjálf bækur „Ég gef helst alltaf bækur, hvort sem það er á afmælum, jólum eða við önnur tilefni. Og þar sem ég biðst undan því að fá jólagjafir, manneskja sem á allt, kaupi ég mér sjálf bækur fyrir jólin. Seinna læt ég þær svo ganga þannig að aðrir geti einnig notið þeirra,“ segir Jónína að lokum.
Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira