Fimm Grindvíkingar keppa í kvöld: „Við stöndum í þessu saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2023 13:15 Páll Árni Pétursson Vísir Af átta keppendum í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld eru fimm Grindvíkingar. Annar riðlanna tveggja sem keppt er í er eingöngu skipaður fólki frá bænum. Einn þeirra sem mannar riðilinn segir furðulega tilhugsun að keppa við þær aðstæður sem uppi eru. „Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli. Pílukast Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli.
Pílukast Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn