Haukar reka stigahæsta leikmann deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 15:32 Jalen Moore í sínum síðasta leik með Haukum sem var í tapi í tvíframlengdum leik á móti Val. Vísir/Hulda Margrét Bandaríski bakvörðurinn Jalen Moore hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka í Subway deild karla í körfubolta. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann er látinn taka pokann sinn. Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim Subway-deild karla Haukar Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira