Klay og Draymond reknir í sturtu áður en skorað var stig í leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Það gekk mikið á strax í upphafi leiks og bæði Klay Thompson og Draymond Green voru reknir í sturtu. Rudy Gobert fékk að finna fyrir því frá Green. AP/Jed Jacobsohn Þetta var ekki góð nótt fyrir lið Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta sem tapaði þá fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli. Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107 NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira