Klay og Draymond reknir í sturtu áður en skorað var stig í leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Það gekk mikið á strax í upphafi leiks og bæði Klay Thompson og Draymond Green voru reknir í sturtu. Rudy Gobert fékk að finna fyrir því frá Green. AP/Jed Jacobsohn Þetta var ekki góð nótt fyrir lið Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta sem tapaði þá fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli. Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107 NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira