Man. Utd mun ekki selja Sancho á útsöluverði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 09:00 Jadon Sancho á ferðinni í leik með Manchester United liðinu. Liðið þarf á biti í sóknin að halda en hann er samt út í kuldanum. Getty/Stu Forster Framtíð Jadon Sancho hjá Manchester United virðist svo gott sem ráðin en hann gæti verið fastur hjá félaginu komi ekki ásættanlegt tilboð í janúar. Það er almennt búist við því að Sancho verði seldur í janúarglugganum en samkvæmt heimildum ESPN úr herbúðum United þá verður hann ekki seldur á neinu útsöluverði. United mun hlusta á tilboð í leikmanninn en Sancho hefur verið út í kuldanum síðan opinbert rifrildi hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Manchester United are refusing to let Jadon Sancho leave on the cheap if he moves in January, a source has told ESPN's @RobDawsonESPN. pic.twitter.com/8qwc5EeYOx— ESPN UK (@ESPNUK) November 15, 2023 Ten Hag heimtaði að Sancho bæði hann afsökunar á því að hafa sagt frá því á samfélagsmiðlum af hverju leikmaðurinn var ekki valinn í hópinn fyrir 3-1 tapleik á móti Arsenal. Sancho hefur hingað til neita að verða við því. Sancho hefur ekki spilað með Manchester United síðan í ágúst. Það er vitað af áhuga liða eins og Juventus og Borussia Dortmund en vandamálið er að United vill fá til baka eins mikið og mögulegt er. Það gæti reynst báðum félögum erfitt að safna saman stórri upphæð fyrir Sancho. United keypti Sancho á 73 milljónir punda sem er stingandi upphæð í dag miðað við það litla sem hann hefur skilað félaginu á þessum rúmu tveimur árum. Sancho hefur spilað 88 leiki með United í öllum keppnum frá 2021 og skoraði í þeim tólf mörk. United hefur hins vegar ekki útilokað það að Sancho fari á láni en þá þarf liðið sem tekur hann einnig að greiða stóran hlut launa hans. Það er kannski líklegri niðurstaða en að eitthvað félag sé tilbúið að borga stóra upphæð fyrir þennan 23 ára leikmann. Sancho er með samning til 2026 með möguleikanum á einu ári í viðbót. Jadon Sancho was the last Man United forward to score at Old Trafford in the Premier League He scored in the final game of the LAST SEASON vs. Fulham pic.twitter.com/FvayQrwPfv— ESPN UK (@ESPNUK) November 13, 2023 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Það er almennt búist við því að Sancho verði seldur í janúarglugganum en samkvæmt heimildum ESPN úr herbúðum United þá verður hann ekki seldur á neinu útsöluverði. United mun hlusta á tilboð í leikmanninn en Sancho hefur verið út í kuldanum síðan opinbert rifrildi hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Manchester United are refusing to let Jadon Sancho leave on the cheap if he moves in January, a source has told ESPN's @RobDawsonESPN. pic.twitter.com/8qwc5EeYOx— ESPN UK (@ESPNUK) November 15, 2023 Ten Hag heimtaði að Sancho bæði hann afsökunar á því að hafa sagt frá því á samfélagsmiðlum af hverju leikmaðurinn var ekki valinn í hópinn fyrir 3-1 tapleik á móti Arsenal. Sancho hefur hingað til neita að verða við því. Sancho hefur ekki spilað með Manchester United síðan í ágúst. Það er vitað af áhuga liða eins og Juventus og Borussia Dortmund en vandamálið er að United vill fá til baka eins mikið og mögulegt er. Það gæti reynst báðum félögum erfitt að safna saman stórri upphæð fyrir Sancho. United keypti Sancho á 73 milljónir punda sem er stingandi upphæð í dag miðað við það litla sem hann hefur skilað félaginu á þessum rúmu tveimur árum. Sancho hefur spilað 88 leiki með United í öllum keppnum frá 2021 og skoraði í þeim tólf mörk. United hefur hins vegar ekki útilokað það að Sancho fari á láni en þá þarf liðið sem tekur hann einnig að greiða stóran hlut launa hans. Það er kannski líklegri niðurstaða en að eitthvað félag sé tilbúið að borga stóra upphæð fyrir þennan 23 ára leikmann. Sancho er með samning til 2026 með möguleikanum á einu ári í viðbót. Jadon Sancho was the last Man United forward to score at Old Trafford in the Premier League He scored in the final game of the LAST SEASON vs. Fulham pic.twitter.com/FvayQrwPfv— ESPN UK (@ESPNUK) November 13, 2023
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira