„Erum eiginlega jafn hrærðir og heimalagað skyr með bláberjum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 16:32 Geir Gunnar og Einar eru ungir og efnilegir veitingamenn. Aðsend Félagarnir og matreiðslumennirnir, Geir Gunnar Geirsson og Einar Sigurður Eiríksson, halda úti Instagram-síðunni Bara matur. Þar deila þeir einföldum og girnilegum uppskriftum. Þrátt fyrir ungan aldur búa þeir að töluverðri reynslu. Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) Matur Uppskriftir Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur)
Matur Uppskriftir Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira