Hermenn sagðir gefast upp í massavís Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 23:43 Uppreisnarmenn standa fyrir framan herstöð í Shan-héraði sem þeir hertóku. Sjá má ummerki skotbardaga á veggjum herstöðvarinnar. AP/Kokang online media Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir miklum áhyggjum af sífellt umfangsmeiri átökum í Búrma, eða Mjanmar. Að minnsta kosti tvær milljónir hafa þurft að flýja átökin í landinu þar sem uppreisnarhópum hefur vegnað vel gegn sveitum herforingjastjórnar Búrma. Herforingjastjórn Búrma tók völdin árið 2021, þegar þeir héldu því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Átökin hafa að mestu verið milli hersins og hóps sem kallast PDF. Sá hópur var stofnaður í kjölfar mótmælanna en meðlimir hans hafa ekki jafn mikla reynslu og eru ekki jafn vel búnir og vopnaðar fylkingar landsins sem hafa verið af ýmsum þjóðarbrotum. Þrír slíkir hópar í Shan-héraði, við landamæri Kína, tóku nýverið höndum saman gegn herforingjastjórninni og hafa unnið röð sigra gegn hernum. Uppreisnarmennirnir sögðu í gær að heilt herfylki hermanna hefði gefist upp fyrir þeim í Shan-héraði og búast uppreisnarmennirnir við því að ná Laukkaing, stærstu borg svæðisins, á sitt vald á næstunni. Fregnir hafa borist af fleiri hópuppgjöfum hermanna. Uppreisnarmenn í Shan-héraði í tala við hermenn sem gáfust upp.AP/Kokang online media Þessi velgengni hefur samkvæmt frétt BBC gefið öðrum uppreisnarhópnum byr undir báða vængi og á stjórnarherinn undir högg að sækja víða um Búrma. Þá hafa meðlimir PDF víða gert bandalag við aðra vopnaða hópa og aukið þannig getu sína. Á mánudaginn gerðu meðlimir uppreisnarhóps sem hafði áður gert vopnahlé við herforingjastjórnina skyndiárásir á herstöðvar í fimm bæjum í Rakhine-héraði, í vesturhluta Búrma. Einnig hafa fregnir borist af átökum í norðvesturhluta landsins, í austurhluta þess og suðausturhluta. Það er barist víðsvegar í Búrma. Í Shan-héraði segja Sameinuðu þjóðirnar að barist sé í -að minnsta kosti tíu bæjum. Vitað sé til þess að minnst 45 óbreyttir borgarar hafi fallið og 71 hafi særst. #Myanmar : resistance fighters belonging to the ethnically Bamar BPLA taking a junta APC the recently captured out for a test ride.Source: https://t.co/Jye8W0QeVK pic.twitter.com/hGASP44Rmj— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 16, 2023 Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Náða Suu Kyi af nokkrum brotum Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi. 1. ágúst 2023 10:52 Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Herforingjastjórn Búrma tók völdin árið 2021, þegar þeir héldu því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Átökin hafa að mestu verið milli hersins og hóps sem kallast PDF. Sá hópur var stofnaður í kjölfar mótmælanna en meðlimir hans hafa ekki jafn mikla reynslu og eru ekki jafn vel búnir og vopnaðar fylkingar landsins sem hafa verið af ýmsum þjóðarbrotum. Þrír slíkir hópar í Shan-héraði, við landamæri Kína, tóku nýverið höndum saman gegn herforingjastjórninni og hafa unnið röð sigra gegn hernum. Uppreisnarmennirnir sögðu í gær að heilt herfylki hermanna hefði gefist upp fyrir þeim í Shan-héraði og búast uppreisnarmennirnir við því að ná Laukkaing, stærstu borg svæðisins, á sitt vald á næstunni. Fregnir hafa borist af fleiri hópuppgjöfum hermanna. Uppreisnarmenn í Shan-héraði í tala við hermenn sem gáfust upp.AP/Kokang online media Þessi velgengni hefur samkvæmt frétt BBC gefið öðrum uppreisnarhópnum byr undir báða vængi og á stjórnarherinn undir högg að sækja víða um Búrma. Þá hafa meðlimir PDF víða gert bandalag við aðra vopnaða hópa og aukið þannig getu sína. Á mánudaginn gerðu meðlimir uppreisnarhóps sem hafði áður gert vopnahlé við herforingjastjórnina skyndiárásir á herstöðvar í fimm bæjum í Rakhine-héraði, í vesturhluta Búrma. Einnig hafa fregnir borist af átökum í norðvesturhluta landsins, í austurhluta þess og suðausturhluta. Það er barist víðsvegar í Búrma. Í Shan-héraði segja Sameinuðu þjóðirnar að barist sé í -að minnsta kosti tíu bæjum. Vitað sé til þess að minnst 45 óbreyttir borgarar hafi fallið og 71 hafi særst. #Myanmar : resistance fighters belonging to the ethnically Bamar BPLA taking a junta APC the recently captured out for a test ride.Source: https://t.co/Jye8W0QeVK pic.twitter.com/hGASP44Rmj— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 16, 2023 Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Náða Suu Kyi af nokkrum brotum Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi. 1. ágúst 2023 10:52 Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Náða Suu Kyi af nokkrum brotum Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi. 1. ágúst 2023 10:52
Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28
Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54
Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15
Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15