Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 22:07 Carlos Fernandez segir Venesúelabúa, sem enn eru á Íslandi, aldrei hafa verið jafn óttaslegna um að fara aftur heim og nú. Vísir/arnar Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra aðstoðuðu í gær hátt í tvö hundruð Venesúelamenn og þar af 25 börn við að fljúga aftur til Venesúela með beinu leiguflugi. Fólkið hafði dvalið á Íslandi sem umsækjendur um alþjóðlega vernd en ýmist verið synjað um hana eða það dregið umsóknir til baka. Hjördís Kristinsdóttir hjá Hjálpræðishernum segir að þeir Venesúelabúar sem enn eru á Íslandi séu óttaslegnir eftir frásagnir um fjandsamlegar móttökur í Venesúela.Vísir/Arnar Þrátt fyrir að þetta sé kallað „sjálfviljug brottför“ þá hafði hópurinn ekki mikið val eins og Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins á Íslandi, bendir á. „Þetta er eina úrræðið sem þessu fólki fannst það hafa og þau fara héðan til að eiga ekki yfir höfði sér endurkomubann þannig að þetta er eini valkosturinn sem þau sitja uppi með og svo fara þau þangað og mæta þessu. Þetta er það sem allir óttuðust að myndi gerast og fólkið sem situr eftir er náttúrulega bara í kvíða og mikilli óvissu um hvað bíður þeirra.“ Í dag hefur síðan fjöldi frásagna borist um fjandsamlega meðferð við komuna til landsins. Þau segja vegabréfin hafa verið tekin, þau sjálf yfirheyrð og talin óvinveitt Venesúela. Dómsmálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu um að unnið væri að því að afla nánari upplýsinga um frásagnirnar. Carlos Fernandez, Crossfit kappi, hefur dvalið hér í tæpt ár og bíður enn eftir svari frá yfirvöldum. Hálfbróðir hans er á meðal þeirra 180 sem sneru aftur heim í gær en Carlos vildi ekki nefna hálfbróður sinn á nafn af ótta við mögulegar afleiðingar. Eftir fyrstu klukkutímana í Venesúela tókst bróðir Carlosar að senda frá sér ljósmyndir af aðstöðunni, yfirheyrslunum og röðinni. Þá náði hann að segja honum frá hvernig yfirvöld í Venesúela tók á móti honum og að ljóst væri að hann væri bæði vonsvikinn og óttasleginn. „Lögreglan og ríkisstjórn Venesúela komu fram við þá eins og ótínda glæpamenn. Þau voru öll látin fara á eins konar gistiheimili fyrir flóttamenn. Um sex manns dvelja saman í herbergi og þau eiga að vera þar í tvo til þrjá daga.“ Fólkinu sé með öllu bannað að fara og það fær ekki heldur að hitta ættingja sína í Venesúela. „Þeir gera vegabréf og önnur skjöl upptæk og þau eru sökuð um að vera föðurlandssvikarar.“ Hver og einn sé yfirheyrður af lögreglu. „Þeir taka mynd af fólkinu með númeri, eins og glæpamönnum. Þessa dæmigerðu mynd með fanganúmer. Þeir ljósmynda jafnvel börn.“ Óttast nú meira en nokkru sinni fyrr að snúa aftur til Venesúela Carlos biðlar til íslenskra stjórnvala að opna augun. Hann botni ekkert í sífelldu tali um að aðstæður í Venesúela hafi batnað síðustu mánuði og að í viðtölum hjá Útlendingastofnun hafi hann margsinnis reynt að útskýra hvernig aðstæður raunverulega séu í landinu. Hann segir að ljósmyndir og frásagnir fólks af móttökunum sýni fyrir fullt og allt að umsækjendur um vernd frá Venesúela segi satt í viðtölum sínum hjá Útlendingastofnun og að ógnin sé fyrir hendi. Venesúelafólk á Íslandi sé dauðhrætt um framtíð sína. Nú sé hann í enn meiri ótta og óvissu. „Ekki bara ég. Allir sem dvelja enn hér á Íslandi óttast nú meira en nokkru sinni fyrr að snúa aftur,“ segir Carlos. Venesúela Tengdar fréttir Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. 16. nóvember 2023 08:57 „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra aðstoðuðu í gær hátt í tvö hundruð Venesúelamenn og þar af 25 börn við að fljúga aftur til Venesúela með beinu leiguflugi. Fólkið hafði dvalið á Íslandi sem umsækjendur um alþjóðlega vernd en ýmist verið synjað um hana eða það dregið umsóknir til baka. Hjördís Kristinsdóttir hjá Hjálpræðishernum segir að þeir Venesúelabúar sem enn eru á Íslandi séu óttaslegnir eftir frásagnir um fjandsamlegar móttökur í Venesúela.Vísir/Arnar Þrátt fyrir að þetta sé kallað „sjálfviljug brottför“ þá hafði hópurinn ekki mikið val eins og Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins á Íslandi, bendir á. „Þetta er eina úrræðið sem þessu fólki fannst það hafa og þau fara héðan til að eiga ekki yfir höfði sér endurkomubann þannig að þetta er eini valkosturinn sem þau sitja uppi með og svo fara þau þangað og mæta þessu. Þetta er það sem allir óttuðust að myndi gerast og fólkið sem situr eftir er náttúrulega bara í kvíða og mikilli óvissu um hvað bíður þeirra.“ Í dag hefur síðan fjöldi frásagna borist um fjandsamlega meðferð við komuna til landsins. Þau segja vegabréfin hafa verið tekin, þau sjálf yfirheyrð og talin óvinveitt Venesúela. Dómsmálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu um að unnið væri að því að afla nánari upplýsinga um frásagnirnar. Carlos Fernandez, Crossfit kappi, hefur dvalið hér í tæpt ár og bíður enn eftir svari frá yfirvöldum. Hálfbróðir hans er á meðal þeirra 180 sem sneru aftur heim í gær en Carlos vildi ekki nefna hálfbróður sinn á nafn af ótta við mögulegar afleiðingar. Eftir fyrstu klukkutímana í Venesúela tókst bróðir Carlosar að senda frá sér ljósmyndir af aðstöðunni, yfirheyrslunum og röðinni. Þá náði hann að segja honum frá hvernig yfirvöld í Venesúela tók á móti honum og að ljóst væri að hann væri bæði vonsvikinn og óttasleginn. „Lögreglan og ríkisstjórn Venesúela komu fram við þá eins og ótínda glæpamenn. Þau voru öll látin fara á eins konar gistiheimili fyrir flóttamenn. Um sex manns dvelja saman í herbergi og þau eiga að vera þar í tvo til þrjá daga.“ Fólkinu sé með öllu bannað að fara og það fær ekki heldur að hitta ættingja sína í Venesúela. „Þeir gera vegabréf og önnur skjöl upptæk og þau eru sökuð um að vera föðurlandssvikarar.“ Hver og einn sé yfirheyrður af lögreglu. „Þeir taka mynd af fólkinu með númeri, eins og glæpamönnum. Þessa dæmigerðu mynd með fanganúmer. Þeir ljósmynda jafnvel börn.“ Óttast nú meira en nokkru sinni fyrr að snúa aftur til Venesúela Carlos biðlar til íslenskra stjórnvala að opna augun. Hann botni ekkert í sífelldu tali um að aðstæður í Venesúela hafi batnað síðustu mánuði og að í viðtölum hjá Útlendingastofnun hafi hann margsinnis reynt að útskýra hvernig aðstæður raunverulega séu í landinu. Hann segir að ljósmyndir og frásagnir fólks af móttökunum sýni fyrir fullt og allt að umsækjendur um vernd frá Venesúela segi satt í viðtölum sínum hjá Útlendingastofnun og að ógnin sé fyrir hendi. Venesúelafólk á Íslandi sé dauðhrætt um framtíð sína. Nú sé hann í enn meiri ótta og óvissu. „Ekki bara ég. Allir sem dvelja enn hér á Íslandi óttast nú meira en nokkru sinni fyrr að snúa aftur,“ segir Carlos.
Venesúela Tengdar fréttir Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. 16. nóvember 2023 08:57 „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20
Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. 16. nóvember 2023 08:57
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53