Áslaug Agnarsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. nóvember 2023 20:56 Anna Valdís Kro, Elsa G. Björnsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Áslaug Agnarsdóttir. Stjórnarráðið Áslaug Agnarsdóttir þýðandi hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Eddu, húsi íslenskunnar og þakkaði þar Áslaugu fyrir fjölbreytt störf í þágu íslenskrar menningar. Áslaug hefur á undanförnum árum fært Íslendingum ljóð og sögur af rússnesku. Hún hefur þýtt ljóðskáldið Marínu Tsvetajevu og sagnaskáldin Lev Tolstoj, Alexander Púshkín og Fjodor Dostojevskíj. Þá hefur hún og þýtt tvær skáldsögur úkraínska rithöfundarins Andrej Kúrkovs sem vakið hafa mikla athygli. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna er bent á að Jónas Hallgrímsson hafi ekki bara verið skáld, heldur líka þýðandi. „Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins skáld og náttúrufræðingur heldur líka atorkusamur þýðandi skáldskapar og vísindatexta. Sá veruleiki sem blasti við honum og samtímamönnum hans tók örum breytingum svo stöðugt þurfti að finna ný hugtök til að lýsa fyrirbærum, tilfinningum og hugsunum. Að fella veröldina í orð felur nú sem þá í sér nýjar áskoranir á degi hverjum og þó að netorðabækur, þýðingarvélar og gervigreind séu góðar til síns brúks þá er vandséð að sá sköpunarmáttur sem býr í mannlegum huga verði nokkurn tíma leystur af hólmi. Þýðendur eru kannski mikilvægari á okkar dögum en nokkru sinni fyrr því færni þeirra ræðst ekki aðeins af því að geta fundið þá þýðingu sem er líklegust tölfræðilega heldur getur góð þýðing lokið upp heimi sem gefur innsýn í sögu, samfélag, menningu og siðvenjur sem búa í öðru tungumáli.“ Viðurkenningu á degi íslenskrar tungu hlaut verkefnið Menningin gefur. Fulltrúar þess Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni tóku við viðurkenningunni. „Segja má að þungamiðja verkefnisins sé námskeiðið VV sögur þar sem Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld kenndi þátttakendum gerð VV sagna sem byggja á sérstökum sjónrænum aðferðum við að flytja bókmenntir, hér mætti jafnvel tala um nýtt skáldskaparmál. Í kjölfar námskeiðsins skrifaði Anna Valdís Kro mjög metnaðarfulla BA-ritgerð sem byggði á viðtölum við níu döff þátttakendur í námskeiðinu þar sem meðal annars er glímt við stöðu Íslensks táknmáls gagnvart táknmáli VV sagna, sem segja má að sé alþjóðlegt. Þátttakendur veltu líka fyrir sér menningararfi íslenska döff samfélagsins og síðast en ekki síst stöðu döff bókmennta í íslenskri bókmenntasögu,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Íslensk tunga Bókmenntir Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Eddu, húsi íslenskunnar og þakkaði þar Áslaugu fyrir fjölbreytt störf í þágu íslenskrar menningar. Áslaug hefur á undanförnum árum fært Íslendingum ljóð og sögur af rússnesku. Hún hefur þýtt ljóðskáldið Marínu Tsvetajevu og sagnaskáldin Lev Tolstoj, Alexander Púshkín og Fjodor Dostojevskíj. Þá hefur hún og þýtt tvær skáldsögur úkraínska rithöfundarins Andrej Kúrkovs sem vakið hafa mikla athygli. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna er bent á að Jónas Hallgrímsson hafi ekki bara verið skáld, heldur líka þýðandi. „Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins skáld og náttúrufræðingur heldur líka atorkusamur þýðandi skáldskapar og vísindatexta. Sá veruleiki sem blasti við honum og samtímamönnum hans tók örum breytingum svo stöðugt þurfti að finna ný hugtök til að lýsa fyrirbærum, tilfinningum og hugsunum. Að fella veröldina í orð felur nú sem þá í sér nýjar áskoranir á degi hverjum og þó að netorðabækur, þýðingarvélar og gervigreind séu góðar til síns brúks þá er vandséð að sá sköpunarmáttur sem býr í mannlegum huga verði nokkurn tíma leystur af hólmi. Þýðendur eru kannski mikilvægari á okkar dögum en nokkru sinni fyrr því færni þeirra ræðst ekki aðeins af því að geta fundið þá þýðingu sem er líklegust tölfræðilega heldur getur góð þýðing lokið upp heimi sem gefur innsýn í sögu, samfélag, menningu og siðvenjur sem búa í öðru tungumáli.“ Viðurkenningu á degi íslenskrar tungu hlaut verkefnið Menningin gefur. Fulltrúar þess Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni tóku við viðurkenningunni. „Segja má að þungamiðja verkefnisins sé námskeiðið VV sögur þar sem Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld kenndi þátttakendum gerð VV sagna sem byggja á sérstökum sjónrænum aðferðum við að flytja bókmenntir, hér mætti jafnvel tala um nýtt skáldskaparmál. Í kjölfar námskeiðsins skrifaði Anna Valdís Kro mjög metnaðarfulla BA-ritgerð sem byggði á viðtölum við níu döff þátttakendur í námskeiðinu þar sem meðal annars er glímt við stöðu Íslensks táknmáls gagnvart táknmáli VV sagna, sem segja má að sé alþjóðlegt. Þátttakendur veltu líka fyrir sér menningararfi íslenska döff samfélagsins og síðast en ekki síst stöðu döff bókmennta í íslenskri bókmenntasögu,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.
Íslensk tunga Bókmenntir Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira