Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2026 07:38 Danskir stjórnendur plötuverslunar í Óðinsvéum eru allt annað en sáttir við ummælin sem Björk lét falla um Danmörku og Grænland. Getty/Santiago Felipe Frá og með deginum í dag verður ekki lengur hægt að kaupa tónlist íslensku tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í plötuverslun nokkurri í Óðinsvéum í Danmörku. Ástæðan er sú að eigendur verslunarinnar hafa tekið plötur hennar úr hillum vegna ummæla sem söngkonan lét falla um Grænland og Danmörku á samfélagsmiðlum á dögunum. Ekki verður heldur hægt að kaupa tónlist Bjarkar í gegnum vefverslun fyrirtækisins. Danski fjölmiðillinn TV 2 greinir frá málinu og vísar þar í Facebook-færslu plötuverslunarinnar Record Pusher. „Plötubúð sniðgengur íslenska alheimsstjörnu eftir færslu um Grænland,“ segir í fyrirsögn stuttrar fréttar sem miðillin birti í gærkvöldi. „Ástæðan eru ummæli hennar um Danmörku og Grænland, sem á engan hátt gerir nokkuð gott fyrir þær aðstæður sem ríkjasambandið er í í augnablikinu. Færsla hennar er efnislega röng, og hún skáldar sinn eigin veruleika líkt og Trump. Þessi færsla stuðlar að vinslitum og hjálpar aðeins skúrkinum hinu meginn við Atlantshafið… vertu blessuð Björk,“ segir í færslu Record Pusher. Með færslunni fylgir skjáskot af Facebook-færslu Bjarkar sem hún birti sjálf fyrr í vikunni. Í umræddri færslu sem Vísir greindi frá á mánudaginn er Björk nokkuð afdráttarlaus í garð Danmerkur og hvatti Grænlendinga meðal annars til að lýsa yfir sjálfstæði. „Enn í dag eru Danir að kenna Grænlendingum að þeir séu minna virði sem manneskjur,“ skrifaði Björk meðal annars um leið og varaði við því að Grænlendingar færu undan oki „eins ills nýlenduherra til annars.“ Tónlist Björk Danmörk Verslun Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Danski fjölmiðillinn TV 2 greinir frá málinu og vísar þar í Facebook-færslu plötuverslunarinnar Record Pusher. „Plötubúð sniðgengur íslenska alheimsstjörnu eftir færslu um Grænland,“ segir í fyrirsögn stuttrar fréttar sem miðillin birti í gærkvöldi. „Ástæðan eru ummæli hennar um Danmörku og Grænland, sem á engan hátt gerir nokkuð gott fyrir þær aðstæður sem ríkjasambandið er í í augnablikinu. Færsla hennar er efnislega röng, og hún skáldar sinn eigin veruleika líkt og Trump. Þessi færsla stuðlar að vinslitum og hjálpar aðeins skúrkinum hinu meginn við Atlantshafið… vertu blessuð Björk,“ segir í færslu Record Pusher. Með færslunni fylgir skjáskot af Facebook-færslu Bjarkar sem hún birti sjálf fyrr í vikunni. Í umræddri færslu sem Vísir greindi frá á mánudaginn er Björk nokkuð afdráttarlaus í garð Danmerkur og hvatti Grænlendinga meðal annars til að lýsa yfir sjálfstæði. „Enn í dag eru Danir að kenna Grænlendingum að þeir séu minna virði sem manneskjur,“ skrifaði Björk meðal annars um leið og varaði við því að Grænlendingar færu undan oki „eins ills nýlenduherra til annars.“
Tónlist Björk Danmörk Verslun Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira