Högg Rory McIlroy endaði í kjöltu konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 11:30 Rory McIlroy þarf að passa upp á það að setja á sig nóg af sólarvörn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy átti skrautlegt högg á fyrsta hring á úrslitamóti evrópsku mótaraðarinnar, DP World Tour Championship. McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira