Snorri hafði sigur í TikTok-málinu Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2023 14:06 Snorri Másson er stjórnandi hlaðvarpsins Ritstjóri. Hann var klagaður til TikTok og var klippu hans hent út og barst Snorra tilkynning um að hann hafi gerst sekur um hatursorðræðu. Vísir/Vilhelm Klippa sem Snorri Másson ritstjóri hafði sett inn á TikTok var eytt þaðan á þeim forsendum að um væri að ræða hatursorðræðu. Snorri veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. „Já, innslagi var eytt á þeim forsendum að um væri að ræða hatursorðræðu. Þvílík verðbólga hlaupin í þetta orð sem er „hatur“,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Snorri segir að sama hversu mjög hann hafi leitað þá sé ekki að finna svo mikið sem örðu af hatri í máli sínu. Enda þætti honum það einkennilegt. „Síðan er ég að fara inn á TikTok núna, en ég kærði þetta, og ég sé að þetta er komið aftur. Nú er ég í fögnuði yfir að þeir hafi tekið kæruna til athugunar,“ segir Snorri. Sem veit ekki alveg hvort hann eigi að hlæja eða gráta því um leið og þetta er spaugilegt, þá varðar málið prinsipp og sé að því leytinu til grafalvarlegt. @snorrimasson Er ég róttækur eða er ég bara að endurtaka ríkjandi rétttrúnað? Stór spurning ♬ Nightcall (From 'Drive') - Soundtrack Wonder Band Snorri Másson ritstjóri er skráður hjá Fjölmiðlanefnd sem fjölmiðill en um er að ræða vídeóblogg, skrif og hlaðvarp sem Snorri síðan deilir út á samfélagsmiðla. Hann segir ritskoðunarvald þeirra samfélagsmiðla verulega uggvænlegt. Klagaðu þann sem að þér þykir bestur Og þá er ekki síður ámælisvert hvernig það virkar, hversu auðvelt það virðist að klína hatri upp á mann og annan.. „Þetta er gert sísvona án þess að manni sé veitt tækifæri til andmæla. Fyrst er ráðist í þetta og svo getur maður kært. Það bar árangur núna, en það var allt eins líklegt að þetta hefði verið strokað út. Hvað er um hefði verið að ræða áríðandi fréttir?“ Umfjöllun okkar um áhrif ríkjandi pólitísks rétttrúnaðar á börn var tilkynnt sem hatursorðræða á TikTok og var í kjölfarið eytt út. Ritskoðunin er hluti af sífellt vaxandi vandamáli, en þetta tilvik er alvarleg aðför að réttmætu íslensku fjölmiðlaefni. pic.twitter.com/hDmGobPr2H— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2023 Klippan var úti í þrjá daga og Snorri hefur ekki hugmynd um hvað varð til þess að hún var fjarlægð. En svo virðist sem eitthvað sé þar sagt sem kostaði að einhver fjöldi „tilkynnti“ klippuna og þá þannig að um væri að ræða hatursorðræðu. „Ég var að tala um Skrekk og hversu grunsamleg tilviljun það væri að börn virðast oft tjá sig í takti við ráðandi hugmyndafræði. Fólk hefur auðvitað fullan rétt á að vera mér ósammála en ef leikreglurnar eru þannig að ef menn eru mér ósammála þá sé það tilkynnt sem hatursorðræða er hlaupin mikil verðbólga í þetta orð,“ segir Snorri. Þetta er ekki aðferðin Snorri segir það hvernig samfélagsmiðlar stundi sína ritskoðun hrollvekjandi. Enginn andmælaréttur er, fyrst er skotið og svo er spurt. Ef það er spurt.vísir/vilhelm Snorri segir völd samfélagsmiðla ærin en á sama tíma huggar hann sig við að ef markaðsaðstæður eru að einhverju leyti heilbrigðar getum við stólað á að ef sá miðill sem tekur augljósan og aktívan þátt í skoðanakúgun notenda sinna, að þá muni samkeppni birtast við þann miðil. En málið er flóknara en svo. Og þó sigur hafi hafst að þessu sinni sé skelfilegt að búa við þetta. Kælingaráhrifin séu mikil: „Hegðaðu þér eða þér verður refsað. Það er þessi mekkanismi, mér hrís hugur við þessu. Og að auki, þá vona ég og ég geri ráð fyrir því, hvet til þess í þessu innslagi að sama á hvaða máli þeir eru, þeir eiga aldrei að kvitta undir svona aðferðir.“ Snorri er þarna að tala um hversu varasamt það geti verið að klaga alla þá sem eru þér ósammála fyrir hatur. Það lýsi mikilli firringu að ráðast með þeim hætti gegn tjáningarfrelsinu, fólk virðist ekki alveg vita um hvað það er að biðja. Snorri sjálfur fer ítarlega yfir málið í nýjustu útgáfu af „Fréttum vikunnar“: Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi TikTok Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Já, innslagi var eytt á þeim forsendum að um væri að ræða hatursorðræðu. Þvílík verðbólga hlaupin í þetta orð sem er „hatur“,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Snorri segir að sama hversu mjög hann hafi leitað þá sé ekki að finna svo mikið sem örðu af hatri í máli sínu. Enda þætti honum það einkennilegt. „Síðan er ég að fara inn á TikTok núna, en ég kærði þetta, og ég sé að þetta er komið aftur. Nú er ég í fögnuði yfir að þeir hafi tekið kæruna til athugunar,“ segir Snorri. Sem veit ekki alveg hvort hann eigi að hlæja eða gráta því um leið og þetta er spaugilegt, þá varðar málið prinsipp og sé að því leytinu til grafalvarlegt. @snorrimasson Er ég róttækur eða er ég bara að endurtaka ríkjandi rétttrúnað? Stór spurning ♬ Nightcall (From 'Drive') - Soundtrack Wonder Band Snorri Másson ritstjóri er skráður hjá Fjölmiðlanefnd sem fjölmiðill en um er að ræða vídeóblogg, skrif og hlaðvarp sem Snorri síðan deilir út á samfélagsmiðla. Hann segir ritskoðunarvald þeirra samfélagsmiðla verulega uggvænlegt. Klagaðu þann sem að þér þykir bestur Og þá er ekki síður ámælisvert hvernig það virkar, hversu auðvelt það virðist að klína hatri upp á mann og annan.. „Þetta er gert sísvona án þess að manni sé veitt tækifæri til andmæla. Fyrst er ráðist í þetta og svo getur maður kært. Það bar árangur núna, en það var allt eins líklegt að þetta hefði verið strokað út. Hvað er um hefði verið að ræða áríðandi fréttir?“ Umfjöllun okkar um áhrif ríkjandi pólitísks rétttrúnaðar á börn var tilkynnt sem hatursorðræða á TikTok og var í kjölfarið eytt út. Ritskoðunin er hluti af sífellt vaxandi vandamáli, en þetta tilvik er alvarleg aðför að réttmætu íslensku fjölmiðlaefni. pic.twitter.com/hDmGobPr2H— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2023 Klippan var úti í þrjá daga og Snorri hefur ekki hugmynd um hvað varð til þess að hún var fjarlægð. En svo virðist sem eitthvað sé þar sagt sem kostaði að einhver fjöldi „tilkynnti“ klippuna og þá þannig að um væri að ræða hatursorðræðu. „Ég var að tala um Skrekk og hversu grunsamleg tilviljun það væri að börn virðast oft tjá sig í takti við ráðandi hugmyndafræði. Fólk hefur auðvitað fullan rétt á að vera mér ósammála en ef leikreglurnar eru þannig að ef menn eru mér ósammála þá sé það tilkynnt sem hatursorðræða er hlaupin mikil verðbólga í þetta orð,“ segir Snorri. Þetta er ekki aðferðin Snorri segir það hvernig samfélagsmiðlar stundi sína ritskoðun hrollvekjandi. Enginn andmælaréttur er, fyrst er skotið og svo er spurt. Ef það er spurt.vísir/vilhelm Snorri segir völd samfélagsmiðla ærin en á sama tíma huggar hann sig við að ef markaðsaðstæður eru að einhverju leyti heilbrigðar getum við stólað á að ef sá miðill sem tekur augljósan og aktívan þátt í skoðanakúgun notenda sinna, að þá muni samkeppni birtast við þann miðil. En málið er flóknara en svo. Og þó sigur hafi hafst að þessu sinni sé skelfilegt að búa við þetta. Kælingaráhrifin séu mikil: „Hegðaðu þér eða þér verður refsað. Það er þessi mekkanismi, mér hrís hugur við þessu. Og að auki, þá vona ég og ég geri ráð fyrir því, hvet til þess í þessu innslagi að sama á hvaða máli þeir eru, þeir eiga aldrei að kvitta undir svona aðferðir.“ Snorri er þarna að tala um hversu varasamt það geti verið að klaga alla þá sem eru þér ósammála fyrir hatur. Það lýsi mikilli firringu að ráðast með þeim hætti gegn tjáningarfrelsinu, fólk virðist ekki alveg vita um hvað það er að biðja. Snorri sjálfur fer ítarlega yfir málið í nýjustu útgáfu af „Fréttum vikunnar“:
Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi TikTok Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira