Leclerc á ráspól í Las Vegas Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 11:31 Charles Leclerc fagnar góðum árangri í nótt. Vísir/Getty Charles Leclerc verður á ráspól í Formúlu 1 keppninni í Las Vegas á morgun. Ferrari náði tveimur bestu tímunum en heimsmeistarinn Max Verstappen mun engu að síður byrja í öðru sæti. Hlutirnir fóru ekki vel af stað í Las Vegas á fimmtudag þegar Formúlusirkusinn sneri aftur þanngað eftir fjögurra áratuga hlé. Ökumenn gátu ekki klárað æfingu á fimmtudag og skemmdist Ferraribíll Carlos Sainz þegar undirlag hans skaddaðist á einu af holræsalokum brautarinnar. Tímatakan í nótt var hins vegar ánægjuleg fyrir lið Ferrari. Charles Leclerc átti besta tímann og Sainz varð annar aðeins 0,044 sekúndum á eftir. Sainz mun hins vegar færast niður í þriðja sætið þar sem gera þurfti lagfæringar á bíl hans eftir að hann skemmdist og það kostar refsingu. Það þýðir að heimsmeistarinn Max Verstappen færist upp í annað sætið en hann átti þriðja besta tímann í nótt. Keppnin um sætin þar fyrir aftan var spennandi. George Russell á Mercedes varð fjórði en liðsfélagi hans Lewis Hamilton og Sergio Perez á Red Bull voru slegnir út í annari tímatökuumferðinni eftir að Lando Norris og Oscar Piastri féllu út í fyrstu umferð. Þessi óvæntu tíðindi gáfu öðrum ökumönnum tækifæri. Pierre Gasly á Alpine náði fimmta sætinu og Alex Albon og Logan Sargeant á Williams koma í næstu tveimur sætum þar á eftir. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma í Vegas: „Er þetta holræsi?“ Allt virðist vera í steik í Las Vegas þar sem næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. Æfingin var stöðvuð eftir aðeins níu mínútur þegar bíll Carlos Sainz, ökumanns Ferrari, eyðilagðist. 17. nóvember 2023 11:02 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hlutirnir fóru ekki vel af stað í Las Vegas á fimmtudag þegar Formúlusirkusinn sneri aftur þanngað eftir fjögurra áratuga hlé. Ökumenn gátu ekki klárað æfingu á fimmtudag og skemmdist Ferraribíll Carlos Sainz þegar undirlag hans skaddaðist á einu af holræsalokum brautarinnar. Tímatakan í nótt var hins vegar ánægjuleg fyrir lið Ferrari. Charles Leclerc átti besta tímann og Sainz varð annar aðeins 0,044 sekúndum á eftir. Sainz mun hins vegar færast niður í þriðja sætið þar sem gera þurfti lagfæringar á bíl hans eftir að hann skemmdist og það kostar refsingu. Það þýðir að heimsmeistarinn Max Verstappen færist upp í annað sætið en hann átti þriðja besta tímann í nótt. Keppnin um sætin þar fyrir aftan var spennandi. George Russell á Mercedes varð fjórði en liðsfélagi hans Lewis Hamilton og Sergio Perez á Red Bull voru slegnir út í annari tímatökuumferðinni eftir að Lando Norris og Oscar Piastri féllu út í fyrstu umferð. Þessi óvæntu tíðindi gáfu öðrum ökumönnum tækifæri. Pierre Gasly á Alpine náði fimmta sætinu og Alex Albon og Logan Sargeant á Williams koma í næstu tveimur sætum þar á eftir.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma í Vegas: „Er þetta holræsi?“ Allt virðist vera í steik í Las Vegas þar sem næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. Æfingin var stöðvuð eftir aðeins níu mínútur þegar bíll Carlos Sainz, ökumanns Ferrari, eyðilagðist. 17. nóvember 2023 11:02 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ótrúleg uppákoma í Vegas: „Er þetta holræsi?“ Allt virðist vera í steik í Las Vegas þar sem næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. Æfingin var stöðvuð eftir aðeins níu mínútur þegar bíll Carlos Sainz, ökumanns Ferrari, eyðilagðist. 17. nóvember 2023 11:02