Brot Everton og Man. City vera eins og að vera tekinn með eða án radarvara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:00 Erling Haaland fagnar marki með Manchester City í leik á móti Everton. Getty/Daniel Chesterton Tíu stig voru tekin af Everton á dögunum vegna brota félagsins á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Við þetta voru menn fljótir að benda á bæði Manchester City og Chelsea og spá enn verri refsingum fyrir þau. Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira