Lífið samstarf

Höfundar lesa í beinni: Bókakonfekt For­lagsins

Forlagið

Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.

Bryddað verður upp á þeirri nýjung í ár að streyma beint frá Bókakonfektinu og er hægt að horfa á útsendinguna hér fyrir neðan. Hún hefst klukkan 20:

Eftirfarandi höfundar munu lesa upp í kvöld:

  • Sævar Helgi Bragason - Hamfarir
  • Ólafur Gunnar Guðlaugsson - Návaldið
  • Jónína Leósdóttir - Þvingun
  • Valdimar Tr. Hafstein og Katrín Snorradóttir - Sund
  • Guðbergur Bergsson - Dauði Francos (Jón Kalman Stefánsson les)
  • Tómas R. Einarsson - Gangandi bassi
  • Einar Már Guðmundsson - Því dæmist rétt vera
  • Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir - Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg

Léttar veitingar í boði fyrir þá sem mæta á staðinn. Bækur höfunda verða seldar á staðnum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×