Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 16:46 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira