„Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. nóvember 2023 20:15 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði á heimavelli gegn KA 29-33. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með tap kvöldsins og var bæði ósáttur með sjálfan sig og liðið. „KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira
„KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira