Celtic sektaðir í þriðja sinn fyrir hegðun stuðningsmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 22:30 Palestínski fáninn var áberandi í leik Celtic og Atletico Madrid rob casey / getty images UEFA hefur sektað skoska knattspyrnufélagið Celtic um €29.000, sem jafngildir tæpum fjórum og hálfum milljónum króna, fyrir hegðun stuðningsmanna á leik liðsins gegn Atletico Madrid. Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira