Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:30 Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun, að minnsta kosti í bili. Getty Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar. Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar.
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29