Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa bráðavanda Grindvíkinga Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 11:46 Dæmi um skemmdir við húsnæði í Grindavík. Myndin var tekin í bænum fyrir hádegi í dag. Vísir/EinarÁRna Forsætisráðherra segir húsnæðismál Grindvíkinga verða tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun en það væri risaverkefni að leysa úr húsnæðisþörf þeirra næstu mánuðina. Útspil bankanna í gær um að fella tímabundið niður vexti og verðbætur dragi vonandi úr áhyggjum og kvíða Grindvíkinga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa átt í miklum viðræðum við bankana undanfarna daga til að samræma aðgerðir fyrir íbúa Grindavíkur. „Við áttum fund með þeim í gær í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég held að það skipti miklu að þau hafa nú lýst því yfir að þau felli niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði. Það dregur vonandi úr áhyggjum Grindvíkinga sem eiga við mikla óvissu að stríða. Þannig að ég held að þetta sé mjög jákvætt skref,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir vonar að hægt verði að greina frá aðgerðum vegna húsnæðismála Grindvíkinga til næstu mánaða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.Stöð 2/Ívar Fannar Hún og ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að bankarnir væru hluti af heildarlausn í þessu verkefni. Ríkisstjórnin hafi notað þessa viku til að skoða húsnæðismálin og hvernig hægt væri að styðja Grindvíkinga í þeim efnum. „Það er auðvitað áfram mikil óvissa um veturinn fyrir Grindvíkinga. Þótt þeim sé nú hleypt inn á svæðið í dag og það teljist hafa lítillega dregið úr hættu á svæðinu á eldgosi,“ segir forsætisráðherra. Unnið væri að því að finna Grindvíkingum húsnæði til næstu mánaða. Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga til næstu mánaða. Þau mál verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.Vísir/RAX „Sem er auðvitað risaverkefni á þessum tímum. Þannig að ég vænti þess að við verðum að ræða þau mál á ríkisstjórnarfundi á morgun.“ Heldur þú að það verði einhver niðurstaða á þeim fundi? „Ég auðvitað vonast til þess. Við erum að reyna að vinna þetta mjög hratt, eins hratt og hægt er. Þannig að það sé einhver vissa fram undan næstu mánuði fyrir Grindvíkinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11 Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46 Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa átt í miklum viðræðum við bankana undanfarna daga til að samræma aðgerðir fyrir íbúa Grindavíkur. „Við áttum fund með þeim í gær í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég held að það skipti miklu að þau hafa nú lýst því yfir að þau felli niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði. Það dregur vonandi úr áhyggjum Grindvíkinga sem eiga við mikla óvissu að stríða. Þannig að ég held að þetta sé mjög jákvætt skref,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir vonar að hægt verði að greina frá aðgerðum vegna húsnæðismála Grindvíkinga til næstu mánaða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.Stöð 2/Ívar Fannar Hún og ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að bankarnir væru hluti af heildarlausn í þessu verkefni. Ríkisstjórnin hafi notað þessa viku til að skoða húsnæðismálin og hvernig hægt væri að styðja Grindvíkinga í þeim efnum. „Það er auðvitað áfram mikil óvissa um veturinn fyrir Grindvíkinga. Þótt þeim sé nú hleypt inn á svæðið í dag og það teljist hafa lítillega dregið úr hættu á svæðinu á eldgosi,“ segir forsætisráðherra. Unnið væri að því að finna Grindvíkingum húsnæði til næstu mánaða. Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga til næstu mánaða. Þau mál verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.Vísir/RAX „Sem er auðvitað risaverkefni á þessum tímum. Þannig að ég vænti þess að við verðum að ræða þau mál á ríkisstjórnarfundi á morgun.“ Heldur þú að það verði einhver niðurstaða á þeim fundi? „Ég auðvitað vonast til þess. Við erum að reyna að vinna þetta mjög hratt, eins hratt og hægt er. Þannig að það sé einhver vissa fram undan næstu mánuði fyrir Grindvíkinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11 Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46 Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42
Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11
Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46
Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01