Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Lagið Í hjartanu yfir hafið kom út í dag. Auðunn Lúthersson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi. Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
„Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi.
Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01