Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 09:56 Íbúar Livingston þurftu að yfirgefa heimili sín á þakkagjörðarhátíðinni. Nú hafa þau fengið að snúa aftur. AP/WTVQ Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið. Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio. Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio.
Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira