FIFA rannsakar óeirðirnar fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 22:30 Óeirðir brutust út fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu. Marcello Dias/Eurasia Sport Images/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafið rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað uppi í stúku og urðu til þess að viðureign Brasilíu og Argentínu seinkaði á aðfaranótt miðvikudags. Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja. Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja.
Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira