FIFA rannsakar óeirðirnar fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 22:30 Óeirðir brutust út fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu. Marcello Dias/Eurasia Sport Images/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafið rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað uppi í stúku og urðu til þess að viðureign Brasilíu og Argentínu seinkaði á aðfaranótt miðvikudags. Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira