Pep segir mál City vera allt öðruvísi en mál Everton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Pep Guardiola segir að ekki sé hægt að bera mál Manchester City og Everton saman. Robin Jones/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ekki sé hægt að bera mál félagsins, þar sem félagið er sakað um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, saman við mál Everton. Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við. Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Sjá meira
Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við.
Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Sjá meira