Þekktasta rödd pílukastsins leggur míkrafóninn á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 23:30 Það kannast líklega allir sem hafa fylgst með pílukasti við rödd Russ Bray. Pieter Verbeek/BSR Agency/Getty Images Russ Bray, dómari og líklega þekktasta rödd pílukastsögunnar, ætlar sér að leggja míkrafóninn á hilluna eftir heimsmeistaramótið í pílukasti sem hefst í næsta mánuði. Bray, sem er líklega betur þekktur sem „The Voice“ eða „Röddin“ á íslensku, hefur verið dómari á 27 heimsmeistaramótum í pílukasti. Mótið í ár verður því númer 28 og jafnframt hans síðasta. Flestir sem hafa fylgst með pílukasti undanfarin ár þekkja einmitt rödd Bray, en hann lætur iðulega vel í sér heyra þegar keppendur kasta þremur pílum í þrefaldan tuttugu og næla sér í 180 stig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vcs4PO2wIZM">watch on YouTube</a> Bray hefur spilað lykilhlutverk í pílukastheiminum síðastliðna fjóra áratugi, en ætlar sér nú að snúa sér að öðru en dómgæslu í íþróttinni. Hann mun taka að sér sendiherrastöðu innan PDC (The Professional Darts Corporation) á næsta ári. Hans seinasti leikur sem dómari í pílukasti verður úrslitaleikur heimsmeistaramótsins þann 3. janúar á næsta ári. Bray hóf störf sem dómari hjá PDC árið 1996, en þessi 66 ára gamli dómari hefur verið á sviðinu þegar mörg eftirminnilegustu augnablik pílukastsins hafa átt sér stað. Sautján sinnum hefur hann verið að dæma þegar keppandi klárar legg í níu pílum, þar á meðal var hann dómari þegar Phil Taylor kláraði í níu pílum árið 2002, en það var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist í beinni sjónvarpsútsendingu. Pílukast Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Bray, sem er líklega betur þekktur sem „The Voice“ eða „Röddin“ á íslensku, hefur verið dómari á 27 heimsmeistaramótum í pílukasti. Mótið í ár verður því númer 28 og jafnframt hans síðasta. Flestir sem hafa fylgst með pílukasti undanfarin ár þekkja einmitt rödd Bray, en hann lætur iðulega vel í sér heyra þegar keppendur kasta þremur pílum í þrefaldan tuttugu og næla sér í 180 stig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vcs4PO2wIZM">watch on YouTube</a> Bray hefur spilað lykilhlutverk í pílukastheiminum síðastliðna fjóra áratugi, en ætlar sér nú að snúa sér að öðru en dómgæslu í íþróttinni. Hann mun taka að sér sendiherrastöðu innan PDC (The Professional Darts Corporation) á næsta ári. Hans seinasti leikur sem dómari í pílukasti verður úrslitaleikur heimsmeistaramótsins þann 3. janúar á næsta ári. Bray hóf störf sem dómari hjá PDC árið 1996, en þessi 66 ára gamli dómari hefur verið á sviðinu þegar mörg eftirminnilegustu augnablik pílukastsins hafa átt sér stað. Sautján sinnum hefur hann verið að dæma þegar keppandi klárar legg í níu pílum, þar á meðal var hann dómari þegar Phil Taylor kláraði í níu pílum árið 2002, en það var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist í beinni sjónvarpsútsendingu.
Pílukast Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira