Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 09:16 Í dag verða heimildir íbúa í Grindavík rýmkaðar til flutninga á munum sínum. Hægt er að fara inn í bæinn frá klukkan 9:00 – 16:00 en þá eiga allir að yfirgefa bæinn. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. Grindvíkingar þurfa að sækja um heimildina á Island.is og mun aðgerðarstjórn úthluta ákveðnum tímum til að fara inn með stóra bíla. Verður því raðar eftir hverfum og götum eins og best er talið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Tekið er fram að áfram sé heimilt að notast við einkabíla og kerrur. Fljótlega verður send út könnun til íbúa Grindavíkur um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Aðstoð í boði í næstu viku Í næsta viku verður íbúum boðið upp á aðstoð við að nálgast og flytja eigur. Hægt er að senda inn beiðni í gegnum þjónustugátt eða Island.is í byrjun næstu viku. Þeir sem nýta sér þjónustuna þurfa að vera á staðnum við pökkun og flutninga. Tilhögun verður áfram eftirfarandi hætti: Íbúar sem hafa fengið staðfesta skráningu á beiðni til að fara inn í húseign þurfa ekki að sækja um aftur. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður, en hægt er að aka Nesveg og Suðurstrandarveg. Mælst er til þess að komið sé á eigin bílum, hámark 1 bíll á hvert heimili. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með sökum aðstæðna á staðnum. Athugaðu að hvorki er virkt frárennsli né rennandi vatn þannig að ekki hægt að nota salerni í húsum í Grindavík. Komið hefur verið fyrir salernum við grunnskólana tvo. Taktu með þér vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafðu í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Mikilvægt er að hvert og eitt heimili skrái hjá sér þau verðmæti sem tekin eru úr húsunum og hafi samband við sitt tryggingafélags vegna þess. Eigendur húsa eru hvattir til þess að athuga með hvort hiti sé á húsum sínum. Ef svo er ekki má leita ráðlegginga hjá HS Veitum. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um og frá húsum sínum með þeim hætti, að komið geti til rýminga með stuttum fyrirvara. Á meðan þú ert í Grindavík er afar mikilvægt að þú fylgir tilmælum viðbragðsaðila á öllum stundum ef/þegar þau verða gefin. Athygli er vakin á að á sama tíma og íbúar fá aðgang er unnið að öðrum verkefnum í bænum. Engar hömlur eru að aðgengi fjölmiðla, en þeir þurfa að fara um Suðurstrandarveg eða Nesveg. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlaus rýming á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Rýmingarleiðir úr bænum eru eftir Suðurstrandavegi eða Nesvegi. Í undirbúningi er að senda út könnun til íbúa um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna og mögulega flutningaþörf seinna meir. Allar aðgerðir miðast við að Almannavarnakerfið sé í viðbragðsstöðu ef staðan breytist. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Grindvíkingar þurfa að sækja um heimildina á Island.is og mun aðgerðarstjórn úthluta ákveðnum tímum til að fara inn með stóra bíla. Verður því raðar eftir hverfum og götum eins og best er talið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Tekið er fram að áfram sé heimilt að notast við einkabíla og kerrur. Fljótlega verður send út könnun til íbúa Grindavíkur um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Aðstoð í boði í næstu viku Í næsta viku verður íbúum boðið upp á aðstoð við að nálgast og flytja eigur. Hægt er að senda inn beiðni í gegnum þjónustugátt eða Island.is í byrjun næstu viku. Þeir sem nýta sér þjónustuna þurfa að vera á staðnum við pökkun og flutninga. Tilhögun verður áfram eftirfarandi hætti: Íbúar sem hafa fengið staðfesta skráningu á beiðni til að fara inn í húseign þurfa ekki að sækja um aftur. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður, en hægt er að aka Nesveg og Suðurstrandarveg. Mælst er til þess að komið sé á eigin bílum, hámark 1 bíll á hvert heimili. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með sökum aðstæðna á staðnum. Athugaðu að hvorki er virkt frárennsli né rennandi vatn þannig að ekki hægt að nota salerni í húsum í Grindavík. Komið hefur verið fyrir salernum við grunnskólana tvo. Taktu með þér vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafðu í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Mikilvægt er að hvert og eitt heimili skrái hjá sér þau verðmæti sem tekin eru úr húsunum og hafi samband við sitt tryggingafélags vegna þess. Eigendur húsa eru hvattir til þess að athuga með hvort hiti sé á húsum sínum. Ef svo er ekki má leita ráðlegginga hjá HS Veitum. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um og frá húsum sínum með þeim hætti, að komið geti til rýminga með stuttum fyrirvara. Á meðan þú ert í Grindavík er afar mikilvægt að þú fylgir tilmælum viðbragðsaðila á öllum stundum ef/þegar þau verða gefin. Athygli er vakin á að á sama tíma og íbúar fá aðgang er unnið að öðrum verkefnum í bænum. Engar hömlur eru að aðgengi fjölmiðla, en þeir þurfa að fara um Suðurstrandarveg eða Nesveg. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlaus rýming á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Rýmingarleiðir úr bænum eru eftir Suðurstrandavegi eða Nesvegi. Í undirbúningi er að senda út könnun til íbúa um stöðu flutninga á verðmætum og eignum af svæðinu svo betri yfirsýn fáist yfir stöðuna og mögulega flutningaþörf seinna meir. Allar aðgerðir miðast við að Almannavarnakerfið sé í viðbragðsstöðu ef staðan breytist.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira