Myndaðasta fólk ársins Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 14:56 Hér má sjá fimm af mynduðustu manneskjum ársins, samkvæmt greiningu PetaPixel. AP Sumt fólk getur ekki stigið út yfir eigin dyr án þess að vera elt af ljósmyndurum. Það á við leikara, stjórnmálamenn, íþróttamenn og marga aðra. PetaPixel birti í gær lista yfir tíu mest mynduðu manneskjur heimsins. Greining miðilsins byggir meðal annars á myndabanka Getty, einhverjum þeim stærsta í heiminum. Ekki er tekið mið af sjálfum, enda hefði það eflaust í för með sér að listinn yrði eingöngu skipaður áhrifavöldum. Kim í tíunda sæti Í tíunda sæti er Kim Kardashian en hefur um árabil verið tíður gestur á þessum lista. Finna má 3.302 myndir af henni frá þessu ári í myndabanka Getty, en það er líklega bara dropi í hafið, miðað við það hve hundelt hún er af paparössum. Kim Kardashian hefur verið vinsæl um árabil. AP/Chris Pizzello Fótboltakonan Megan Rapinoe er í níunda sæti hjá PetaPixel. Hún vakti mikla athygli á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta á árinu og voru gífurlega margar myndir teknar af henni þá. Hún er með 3.681 mynd í myndabanka Getty. Í áttunda sæti er leikkonan Margot Robbie. Kvikmynd hennar um Barbie sló í gegn og hún kynnti myndina víðsvegar um heiminn. Finna má 4.057 myndir af henni í áðurnefndum myndabanka. Argentínska ofurstjarnan Lionel Messi situr í sjöunda sæti listans. Hann skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Argentínu á árinu og gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku deildinni, svo eitthvað sé nefnt. Teknar voru 17.124 myndir af honum fyrir Getty á árinu. Beyoncé Knowls á tónleikum í Kansas City í Missouri.Getty/Kevin Mazur Tónlistarkonan Beyoncé situr í sjötta sætinu á lista PetaPixel, þó Getty sitji einungis á 699 myndum af henni frá þessu ári. Hún hefur á undanförnum árum verið sífellt minna í sviðsljósinu en það má alls ekki rekja til minni vinsælda hennar. Þess í stað má rekja það til þess að hún hafi viljað halda einkalífi sínu utan sviðsljósið. Hún fór þó í umfangsmikið tónleikaferðalag á árinu, þar sem gífurlega margar myndir voru væntanlega teknar af henni. Biden og Trump ofarlega Donald Trump vermir fimmta sæti listans. Hann hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin á árinu og hafa gífurlega margar myndir verið teknar af honum, þó ein hafi ef til vill vakið meiri athygli en aðrar. Finna má 22.728 myndir af honum í myndabanka Getty. Joe Biden hefur einnig verið mjög fyrirferðarmikill á árinu, enda eru kosningar á næsta ári. Finna má 42.194 myndir af honum á Getty og þar að auki fylgir ljósmyndari Hvíta hússins honum eftir og tekur gífurlegan fjölda mynda forsetanum. Kamilla Bretadrottning er í þriðja sæti á listanum og eiginmaður hennar Karl Bretakonungur í öðru sæti. Hann tók við af móður sinni á árinu en þá voru fjölmargar myndir teknar af þeim. Þar að auki hafa þau verið í opinberum heimsóknum víða um heim. Í myndabanka Getty má finna 30.972 myndir merktar Kamilla drottningu en þar að auki eru 19.972 merktar Kamillu Parker Bowles, sem hún var kölluð fyrir krýninguna. Finna má 50.819 myndir af Karli í myndabanka Getty, samkvæmt PetaPixel. Taylor Swift í fyrsta sæti Eins og engan skyldi undra er Taylor Swift í fyrsta sæti yfir mest mynduðu manneskjur ársins. Jafnvel þó finna megi einungis 6.424 myndir af henni hjá Getty. Tónleikaferðalag hennar, Eras, hefur notið gífurlegra vinsælda um heiminn allan. Hún hélt til að mynda 68 tónleika í Norður-Ameríku á árinu og var meðal gestafjöldi á þeim rúmlega sjötíu þúsund. Einkalíf hennar hefur þar að auki verið mikið milli tannanna á fólki og hafa ljósmyndarar vestanhafs keppst við að ná myndum af henni og Travis Kelce. Ljósmyndun Fréttir ársins 2023 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
PetaPixel birti í gær lista yfir tíu mest mynduðu manneskjur heimsins. Greining miðilsins byggir meðal annars á myndabanka Getty, einhverjum þeim stærsta í heiminum. Ekki er tekið mið af sjálfum, enda hefði það eflaust í för með sér að listinn yrði eingöngu skipaður áhrifavöldum. Kim í tíunda sæti Í tíunda sæti er Kim Kardashian en hefur um árabil verið tíður gestur á þessum lista. Finna má 3.302 myndir af henni frá þessu ári í myndabanka Getty, en það er líklega bara dropi í hafið, miðað við það hve hundelt hún er af paparössum. Kim Kardashian hefur verið vinsæl um árabil. AP/Chris Pizzello Fótboltakonan Megan Rapinoe er í níunda sæti hjá PetaPixel. Hún vakti mikla athygli á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta á árinu og voru gífurlega margar myndir teknar af henni þá. Hún er með 3.681 mynd í myndabanka Getty. Í áttunda sæti er leikkonan Margot Robbie. Kvikmynd hennar um Barbie sló í gegn og hún kynnti myndina víðsvegar um heiminn. Finna má 4.057 myndir af henni í áðurnefndum myndabanka. Argentínska ofurstjarnan Lionel Messi situr í sjöunda sæti listans. Hann skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Argentínu á árinu og gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku deildinni, svo eitthvað sé nefnt. Teknar voru 17.124 myndir af honum fyrir Getty á árinu. Beyoncé Knowls á tónleikum í Kansas City í Missouri.Getty/Kevin Mazur Tónlistarkonan Beyoncé situr í sjötta sætinu á lista PetaPixel, þó Getty sitji einungis á 699 myndum af henni frá þessu ári. Hún hefur á undanförnum árum verið sífellt minna í sviðsljósinu en það má alls ekki rekja til minni vinsælda hennar. Þess í stað má rekja það til þess að hún hafi viljað halda einkalífi sínu utan sviðsljósið. Hún fór þó í umfangsmikið tónleikaferðalag á árinu, þar sem gífurlega margar myndir voru væntanlega teknar af henni. Biden og Trump ofarlega Donald Trump vermir fimmta sæti listans. Hann hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin á árinu og hafa gífurlega margar myndir verið teknar af honum, þó ein hafi ef til vill vakið meiri athygli en aðrar. Finna má 22.728 myndir af honum í myndabanka Getty. Joe Biden hefur einnig verið mjög fyrirferðarmikill á árinu, enda eru kosningar á næsta ári. Finna má 42.194 myndir af honum á Getty og þar að auki fylgir ljósmyndari Hvíta hússins honum eftir og tekur gífurlegan fjölda mynda forsetanum. Kamilla Bretadrottning er í þriðja sæti á listanum og eiginmaður hennar Karl Bretakonungur í öðru sæti. Hann tók við af móður sinni á árinu en þá voru fjölmargar myndir teknar af þeim. Þar að auki hafa þau verið í opinberum heimsóknum víða um heim. Í myndabanka Getty má finna 30.972 myndir merktar Kamilla drottningu en þar að auki eru 19.972 merktar Kamillu Parker Bowles, sem hún var kölluð fyrir krýninguna. Finna má 50.819 myndir af Karli í myndabanka Getty, samkvæmt PetaPixel. Taylor Swift í fyrsta sæti Eins og engan skyldi undra er Taylor Swift í fyrsta sæti yfir mest mynduðu manneskjur ársins. Jafnvel þó finna megi einungis 6.424 myndir af henni hjá Getty. Tónleikaferðalag hennar, Eras, hefur notið gífurlegra vinsælda um heiminn allan. Hún hélt til að mynda 68 tónleika í Norður-Ameríku á árinu og var meðal gestafjöldi á þeim rúmlega sjötíu þúsund. Einkalíf hennar hefur þar að auki verið mikið milli tannanna á fólki og hafa ljósmyndarar vestanhafs keppst við að ná myndum af henni og Travis Kelce.
Ljósmyndun Fréttir ársins 2023 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira