Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 21:01 Erik ten Hag var brosmildur á blaðamannafundinum eftir leik. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. „Þetta var góð frammistaða í dag. Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Ekki bara afgreiðslan sjálf sem var mögnuð heldur undirbúningurinn allur. En mér fannst við vera of „passífir“ í fyrri hálfleik. Við slökuðum of mikið á og ég var ekki ánægður þann hluta leiksins en í seinni hálfleik voru við miklu betri og skoruðum tvö góð mörk.“ Stuðningsmenn Everton eru eðli málsins samkvæmt sótillir yfir stöðu liðsins en stigafrádrátturinn virðist þó hafa þjappað fólki í kringum liðið saman. Ten Hag sagði að hans lið hefði þegar mætt á erfiða útivelli og ætti eftir að gera það aftur og hann hafði ekki áhyggjur. „Við höfum verið að spila á erfiðum útivöllum eins og í Kaupmannahöfn og ég held að frammistaðan okkar þar þangað til að við fengum rauða spjaldið sýni hvernig við ætlum að spila í þessum leikjum.“ „Það er auðvitað sérstakt að koma hingað eftir það sem þessi klúbbur hefur gengið í gegnum sem er mjög sorglegt. Þú veist að þeir eru reiðir og liðið fær aukinn eldmóð úr þessum erfiðleikum.“ Hann var að lokum spurður um samanburð á draumamarki Garnacho við mörk sem Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa skorað í gegnum tíðina. Ten Hag taldi að slíkur samanburður væri ekki tímabær. „Það er ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo, það er ekki réttmætt. Þeir eru allir einstakir leikmenn og spila á sinn hátt en Garnacho gæti vel orðið leikmaður á sama skala og þeir en hann verður að vinna fyrir því og halda áfram að bæta sinn leik og halda stöðugleika. Hingað til hefur hann ekki náð því en hann á klárlega möguleika á að ná á sama stall og þeir.“ Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Þetta var góð frammistaða í dag. Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Ekki bara afgreiðslan sjálf sem var mögnuð heldur undirbúningurinn allur. En mér fannst við vera of „passífir“ í fyrri hálfleik. Við slökuðum of mikið á og ég var ekki ánægður þann hluta leiksins en í seinni hálfleik voru við miklu betri og skoruðum tvö góð mörk.“ Stuðningsmenn Everton eru eðli málsins samkvæmt sótillir yfir stöðu liðsins en stigafrádrátturinn virðist þó hafa þjappað fólki í kringum liðið saman. Ten Hag sagði að hans lið hefði þegar mætt á erfiða útivelli og ætti eftir að gera það aftur og hann hafði ekki áhyggjur. „Við höfum verið að spila á erfiðum útivöllum eins og í Kaupmannahöfn og ég held að frammistaðan okkar þar þangað til að við fengum rauða spjaldið sýni hvernig við ætlum að spila í þessum leikjum.“ „Það er auðvitað sérstakt að koma hingað eftir það sem þessi klúbbur hefur gengið í gegnum sem er mjög sorglegt. Þú veist að þeir eru reiðir og liðið fær aukinn eldmóð úr þessum erfiðleikum.“ Hann var að lokum spurður um samanburð á draumamarki Garnacho við mörk sem Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa skorað í gegnum tíðina. Ten Hag taldi að slíkur samanburður væri ekki tímabær. „Það er ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo, það er ekki réttmætt. Þeir eru allir einstakir leikmenn og spila á sinn hátt en Garnacho gæti vel orðið leikmaður á sama skala og þeir en hann verður að vinna fyrir því og halda áfram að bæta sinn leik og halda stöðugleika. Hingað til hefur hann ekki náð því en hann á klárlega möguleika á að ná á sama stall og þeir.“ Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira