Erlent

Fimm­tán ára piltur talinn hafa stungið jafn­aldra sinn til bana

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fimmtán ára piltur er grunaður um að hafa stungið jafnaldra sinn til bana síðdegis í gær.
Fimmtán ára piltur er grunaður um að hafa stungið jafnaldra sinn til bana síðdegis í gær. EPA/EMIL HELMS

Fimmtán ára danskur piltur verður dreginn fyrir dómara í dag og yfirheyrður. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið jafnaldra sinn til bana í bænum Grenaa á Jótlandi í gær. Pilturinn hefur verið ákærður fyrir manndráp.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austur-Jótlandi að um korter í sex síðdegis í gær hafi lögreglu borist tilkynning um stunguárás á lestarstöðinni í Grenaa. Stuttu eftir útkall hafi nokkrar lögreglusveitir verið mættar á staðinn. Fimmtán ára gamall piltur hafi þar fundist illa særður og verið fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl en endurlífgunartilraunir ekki borið árangur. 

Í kjölfarið hafi lögregla lokað svæðið af og rannsókn hafist. Klukkan 19:10 hafi fimmtán ára gamall piltur verið handtekinn grunaður um aðild að málinu. 

„Piltarnir tveir þekktust og svo virðist sem þeir hafi átt í útistöðum sem leiddu til einhvers konar uppgjörs á sunnudagskvöld. Engin tengsl eru talin við skipulagða glæpastarfsemi eða einhvers konar hópadeilur. Allt bendir til að deilur drengjanna tveggja hafi ágerst og endað á þennan hátt en rannsókn er enn stutt á veg kominn,“ er haft eftir rannsóknarlögreglumanninum Flemming Nørgaard í tilkynningu lögreglu.

Pilturinn verður leiddur fyrir dómara í Randers klukkan 11 að dönskum tíma en þinghald verður lokað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×