Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 14:40 Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður félagsins, og Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant. Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05