Samningur RÚV og Öldu music vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 15:55 Myndin er frá undirritun samnings en þar má sjá Halldór Baldvinsson og Sölva Blöndal frá Öldu music og Einar Loga Vignisson og Rúnar Frey Gíslason frá RÚV. RÚV Ríkisútvarpið og Alda music hafa undirritað útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. Tónlistarmenn sem og aðrir klóra sér í kollinum. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær. Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær.
Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira