Körfubolti

Nei eða já: Hvaða lið hefur komið mest á ó­vart á tíma­bilinu?

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Houston Rockest er liðið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu að mati sérfræðinga Lögmál leiksins.
Houston Rockest er liðið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu að mati sérfræðinga Lögmál leiksins. Tim Warner/Getty Images

Hinn sívinsæli liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í síðasta þætti Lögmál leiksins þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson fóru yfir NBA-deildina í körfubolta.

Eins og svo alltaf var farið um víðan völl og voru umræðuefnin í Nei eða já fögur að þessu sinni. Strákarnir veltu því fyrir sér hvort Domantas Sabonis væri þriðji besti miðherji deildarinnar á eftir Joel Embiid og Nicola Jokic, hvort Tyrese Haliburton væri topp þrír leikstjórnandi í deildinni, hvort það ríkti eftirvænting eftir úrslitahelgi bikarkeppninnar í Las Vegas og hvaða lið það væri sem hefði komið mest á óvart á tímabilinu.

Þegar þeir veltu því fyrir sér hvaða lið hefði komið mest á óvart á tímabilinu var fullyrðingin sem Kjartan Atli lagði fyrir strákana nokkuð einföld: Rockets hafa komið mest á óvart.

„Já, þeir hafa komið mest á óvart. Ég myndi segja það,“ sagði Hörður. „Orlando augljóslega með þeim, en hversu mikið þrot var í Houston í fyrra? Þetta var ekkert eðlilega mikið þrot,“ bætti Hörður við, en umræðuna og innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já



Fleiri fréttir

Sjá meira


×