Segist vongóður um „fordæmalausa niðurstöðu“ Cop28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 07:23 Næstu dagar munu leiða í ljós hvort innistæða er fyrir bjartsýni Al Jaber. Getty/Bryan Bedder „Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni. Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian. Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira