Fjallagarpur í fremstu röð á köldum klaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 12:30 Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli. RAX Bandaríski fjallagarpurinn og leiðsögumaðurinn Garrett Madison kíkti í kaffi til forseta Íslands og í skoðunarferð um íshellana í Kötlujökli í ferð sinni hingað til lands. Hann er á ferð og flugi með hjartalækninum Tómasi Guðbjartssyni. Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX
Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30