„Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa klárt plan“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 06:31 Halldór Árnason tók við stjórn Blikaliðsins af Óskari Hrafni Þorvaldssyni nú í haust en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Vísir / Hulda Margrét Blikar mæta Macabbi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á morgun. Leikurinn hefur verið færður af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll. Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira