„Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa klárt plan“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 06:31 Halldór Árnason tók við stjórn Blikaliðsins af Óskari Hrafni Þorvaldssyni nú í haust en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Vísir / Hulda Margrét Blikar mæta Macabbi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á morgun. Leikurinn hefur verið færður af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll. Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira