Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 16:46 Jimmy Carter var viðstaddur útför eiginkonu sinnar, Rosalynn. EPA-EFE/ALEX BRANDON Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Carter lést þann 19. nóvember síðastliðinn 96 ára gömul. Eiginmaður hennar, hinn 99 ára gamli Jimmy Carter, var viðstaddur jarðarförina í hjólastól. Hann hefur sætt líknandi meðferð síðan í febrúar. Þau höfðu verið gift í 77 ár þegar hún lést. Presturinn Tony Lowden sá um guðsþjónustu í jarðarförinni. Hundruð gesta heimsóttu smábæinn þar sem hún og Jimmy fæddust til þess að votta henni virðingu sína. Þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustuna. Rosalynn fór mikinn í lifandi lífi og breytti ásýnd forsetafrú Bandaríkjanna. Hún tók mun meiri þátt á opinberum vettvangi og beitti sér fyrir ýmsum málum í starfi. Hún var til að mynda ötul baráttukona fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Mikill viðbúnaður var í smábænum. EPA-EFE/ALEX BRANDON Undanfarin ár voru hún og eiginmaður hennar dugleg að taka á móti gestum á heimili sínu í uppeldisbænum. Hún var hans helsti pólitíski ráðgjafi og sagði Jack Carter, sonur þeirra, að þau hefðu verið jafningjar í öllum skilningi þess orðs. Þó nokkur heimsþekkt andlit voru viðstödd jarðarförina. Þar á meðal forsetahjónin Joe og Jill Biden, fyrrverandi forsetinn Bill Clinton auk eiginkonu hans Hillary Clinton. Þúsund manns voru viðstaddir útförina.EPA-EFE/ALEX BRANDON / POOL Barnabarnabarn Rosalynn, Charles Jeffrey Carter, las upp úr Biblíunni í útför langömmu sinnar. EPA-EFE/ALEX BRANDON Fyrrverandi forsetinn sat við hlið núverandi Bandaríkjaforseta og öðrum fyrrverandi við athöfnina. EPA-EFE/ALEX BRANDON Joe Biden Bandaríkjaforseti mætti auðvitað í útförina.EPA-EFE/Brynn Anderson Jill Biden er forsetafrú Bandaríkjanna. EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lét sig ekki vanta. Hún var fyrst kvenna til þess að gegna þeirri stöðu.EPA-EFE/Brynn Anderson Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vottaði virðingu sína. Hann er þriðji á eftir Carter í röð forsetanna.EPA-EFE/BRYNN ANDERSON Hillary Clinton fylgdi kollega sínum til grafar.EPA-EFE/Brynn Anderson Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, mætti. EPA-EFE/Brynn Anderson
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira