Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár Matthías Már Magnússon skrifar 1. desember 2023 09:00 Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar