Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni? Bergljót Davíðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:30 Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar