Jóhann Berg kom inn af bekknum í stórsigri Burnley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 17:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik dagsins. Matt McNulty/Getty Images Burnley vann Sheffield United örugglega í nýliðaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir frá Sheffield voru manni færri allan síðari hálfleik og það nýttu lærisveinar Vincents Kompany sér. Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson hóf leik á bekknum í dag en kom inn á 65. mínútu. Þá voru Burnley tveimur mörkum yfir og manni fleiri. Jay Rodriguez og Jacob Bruun Larsen með mörkin á meðan Oliver McBurnie nældi sér í tvö gul og þar með rautt í liði Sheffield. Á sjö mínútna kafla undir lok leiks skoraði Burnley þrjú til viðbótar og gekk algjörlega frá leiknum. Zeki Amdouni skoraði þriðja markið, Luca Koleosho það fjórða og Josh Brownhill það fimmta, lokatölur 5-0. A huge result at Turf Moor! pic.twitter.com/fuDO8TJYDy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) December 2, 2023 Burnley fer með sigrinum upp í 18. sæti með 7 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Sheffield United er sæti neðar með 5 stig. Enski boltinn Fótbolti
Burnley vann Sheffield United örugglega í nýliðaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir frá Sheffield voru manni færri allan síðari hálfleik og það nýttu lærisveinar Vincents Kompany sér. Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson hóf leik á bekknum í dag en kom inn á 65. mínútu. Þá voru Burnley tveimur mörkum yfir og manni fleiri. Jay Rodriguez og Jacob Bruun Larsen með mörkin á meðan Oliver McBurnie nældi sér í tvö gul og þar með rautt í liði Sheffield. Á sjö mínútna kafla undir lok leiks skoraði Burnley þrjú til viðbótar og gekk algjörlega frá leiknum. Zeki Amdouni skoraði þriðja markið, Luca Koleosho það fjórða og Josh Brownhill það fimmta, lokatölur 5-0. A huge result at Turf Moor! pic.twitter.com/fuDO8TJYDy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) December 2, 2023 Burnley fer með sigrinum upp í 18. sæti með 7 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Sheffield United er sæti neðar með 5 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti