Halli Egils fagnaði sigri eftir æsispennandi úrslitakvöld Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. desember 2023 11:45 Til vinstri er Halli Egils, sigurvegari kvöldsins, hægra megin við hann er Hörður Guðjónsson Vísir/ Egill Birgisson Hallgrímur Egilsson stóð uppi sem sigurvegari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti árið 2023 eftir gríðarlega fjörugt og æsispennandi úrslitakvöld á Bullseye. Hann vann undanúrslitin 5-3 gegn Páli Péturssyni og lagði svo Hörð Guðjónsson 6-4 af velli í úrslitaleiknum. Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30. Pílukast Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30.
Pílukast Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira