Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 08:53 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“ Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira