Boston Celtics án lykilmanns í átta liða úrslitunum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 13:00 Kristaps Porzingis hefur verið að spila vel með Boston Celtics en getur ekki hjálpað liðinu á úrslitastund í deildarbikarnum. Getty/Justin Ford Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins fara fram í kvöld en átta liða úrslitunum lýkur svo aðra nótt með hinum tveimur leikjunum. Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023 NBA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023
NBA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira