Venesúelamennirnir hafi ekki sætt hefðbundnu landamæraeftirliti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2023 16:25 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld stefna að öðru leiguflugi með Venesúelamenn til heimalandsins í janúar. Þau segjast munu upplýsa fólkið um að það megi búast við viðlíka mótttökum og landar þeirra fengu við heimkomu frá Íslandi í byrjun nóvembermánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Málið varðar fréttir af flutningi 180 Venesúelamönnum frá Íslandi til Caracas í Venesúela 15. nóvember síðastliðinn. Fréttir bárust eftir að fólkið var lent í Caracas að fólk hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna, það hafi verið látið skrifa undir plögg þar sem það sagðist föðurlandssvikarar og rýnt í samskipti þess við íslensk stjórnvöld, almenning og þátttöku í opinberri umræðu. „Dómsmálaráðuneytið, Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra hafa smátt og smátt fengið skýrari mynd af því sem gerðist á flugvellinum í Caracas eftir að venesúelsku farþegarnir gengu frá borði,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að sendur hafi verið tölvupóstur á spænsku til þeirra sem Útlendingastofnun hafði netföng hjá og hafi hann borist til 173. Svör hafi borist frá 83 sem eigi við um 99 í hópnum. „Þeir sem hafa svarað segjast vera frjálsir ferða sinna og vera með venesúelsk vegabréf sín. Nær allir voru komnir á áfangastað eða á leið þangað þegar þeir svöruðu póstinum, auk þess sem einn var kominn til ananrs ríkis. Þá segjast nær allir hafa ferðastyrk íslenskra stjórnvalda í fórum sínum; þrír segja að peningarnir hafi verið teknir af þeim og fjórir til viðbótar segja að hluti peninganna hafi verið tekinn,“ segir í tilkynningunni. „Loks liggur fyrir að við komuna voru margir spurðir ítarlega um persónulega hagi, samskipti við íslensk stjórnvöld og alþjóðastofnanir. Einhverjir sögðust hafa verið látnir skrifa undir skjöl en ekkert hefur komið fram um hvað var á þeim skjölum.“ Ekki hefðbundið landamæraeftirlit Ráðuneytið segir skýrt hafa komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum að um væri að ræða „sjálfviljuga heimför ríkisborgara Venesúela.“ Þá hafi ekkert í samskiptum við venesúelsk stjórnvöld í aðdraganda flugsins gefið til kynna að um yrði að ræða annað inngrip vegna komu fólksins en hefðbundið landamæraeftirlit, sem hópurinn virðist hins vegar ekki hafa sætt. „Þess í stað hafi fólkið verið flutt í móttökumiðstöð þar sem m.a. voru gerð covid próf og fólk spurt út í ferðir sínar áður en þeim var veitt landganga og sleppt eftir um sólarhring.“ Þá segir að fyrir þetta leiguflug hafi íslensk stjórnvöld staðið að svipuðum flutningi 135 Venesúelamanna sem hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. „Þá liggur fyrir að fjölmennur hópur ríkisborgara Venesúela hefur þegar óskað eftir eða kann á komandi mánuðum að óska eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför. Það er umfangsmikið verkefni fyrir íslensk stjórnvöld að auðvelda heimför þessara einstaklinga. Í því skyni verður m.a. stefnt að öðru leiguflugi í janúar og verða þátttakendur í því flugi upplýstir um að móttökur í Caracas gætu orðið svipaðar og í leigufluginu 15. nóvember sl.,“ segir í tilkynningunni. Venesúela Hælisleitendur Tengdar fréttir Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31 Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Málið varðar fréttir af flutningi 180 Venesúelamönnum frá Íslandi til Caracas í Venesúela 15. nóvember síðastliðinn. Fréttir bárust eftir að fólkið var lent í Caracas að fólk hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna, það hafi verið látið skrifa undir plögg þar sem það sagðist föðurlandssvikarar og rýnt í samskipti þess við íslensk stjórnvöld, almenning og þátttöku í opinberri umræðu. „Dómsmálaráðuneytið, Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra hafa smátt og smátt fengið skýrari mynd af því sem gerðist á flugvellinum í Caracas eftir að venesúelsku farþegarnir gengu frá borði,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að sendur hafi verið tölvupóstur á spænsku til þeirra sem Útlendingastofnun hafði netföng hjá og hafi hann borist til 173. Svör hafi borist frá 83 sem eigi við um 99 í hópnum. „Þeir sem hafa svarað segjast vera frjálsir ferða sinna og vera með venesúelsk vegabréf sín. Nær allir voru komnir á áfangastað eða á leið þangað þegar þeir svöruðu póstinum, auk þess sem einn var kominn til ananrs ríkis. Þá segjast nær allir hafa ferðastyrk íslenskra stjórnvalda í fórum sínum; þrír segja að peningarnir hafi verið teknir af þeim og fjórir til viðbótar segja að hluti peninganna hafi verið tekinn,“ segir í tilkynningunni. „Loks liggur fyrir að við komuna voru margir spurðir ítarlega um persónulega hagi, samskipti við íslensk stjórnvöld og alþjóðastofnanir. Einhverjir sögðust hafa verið látnir skrifa undir skjöl en ekkert hefur komið fram um hvað var á þeim skjölum.“ Ekki hefðbundið landamæraeftirlit Ráðuneytið segir skýrt hafa komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum að um væri að ræða „sjálfviljuga heimför ríkisborgara Venesúela.“ Þá hafi ekkert í samskiptum við venesúelsk stjórnvöld í aðdraganda flugsins gefið til kynna að um yrði að ræða annað inngrip vegna komu fólksins en hefðbundið landamæraeftirlit, sem hópurinn virðist hins vegar ekki hafa sætt. „Þess í stað hafi fólkið verið flutt í móttökumiðstöð þar sem m.a. voru gerð covid próf og fólk spurt út í ferðir sínar áður en þeim var veitt landganga og sleppt eftir um sólarhring.“ Þá segir að fyrir þetta leiguflug hafi íslensk stjórnvöld staðið að svipuðum flutningi 135 Venesúelamanna sem hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. „Þá liggur fyrir að fjölmennur hópur ríkisborgara Venesúela hefur þegar óskað eftir eða kann á komandi mánuðum að óska eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför. Það er umfangsmikið verkefni fyrir íslensk stjórnvöld að auðvelda heimför þessara einstaklinga. Í því skyni verður m.a. stefnt að öðru leiguflugi í janúar og verða þátttakendur í því flugi upplýstir um að móttökur í Caracas gætu orðið svipaðar og í leigufluginu 15. nóvember sl.,“ segir í tilkynningunni.
Venesúela Hælisleitendur Tengdar fréttir Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31 Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17. nóvember 2023 19:31
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07