Sendiherra sakaður um að njósna fyrir Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 23:52 Manuel Rocha var meðal annars leiddur í gildru af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981. Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum. Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum.
Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira