Af hverju ætti ég að flytja heim eftir nám? Sigurrós Elddís skrifar 5. desember 2023 09:31 Ég, eins og svo margir jafnaldrar mínir fór til Norðurlandana í framhaldsnám á háskólastigi. Nú er því námi senn að ljúka og margir ættingjar farnir að spurja hvort að vil ætlum ekki að flytja heim. Ákvörðun sem ég vildi svo gjarnan væri svo sjálfsögð að taka og að svarið væri einfalt já. En eftir að hafa búið í Noregi í þrjú ár, þá á ég erfitt með að réttlæta fyrir mér að flytja heim. Á þessum tíma, eins og svo margir á okkar æviskeiði, eignuðumst við unnusti minn okkar fyrsta barn. Okkur langar auðvitað að barnið okkar kynnist ömmum sínum og öfum og öðrum ættingjum. Okkur langar að tala móðurmálið okkar dagsdaglega, hitta vini okkar, hafa bakland, geta farið í sund marga daga vikunnar og borða góða matinn á Íslandi sem við öldumst upp við að borða. En eftir að hafa búið í alvöru velferðarkerfi og í stöðugara efnahagskerfi, þá er erfitt að réttlæta fyrir sér út frá praktískum rökum að flytja heim, munurinn er það mikill og ég ætla rekja hér nokkur dæmi. Þegar ég var ófrísk þá lá fyrir snemma á meðgöngunni hvenær barnið mitt kæmist inn í leikskóla, það stóðst og hún komst 13 mánaða inn á leikskóla. Ef við hefðum þurft að brúa bilið frá fæðingarorlofi fram að leikskóla hefðum við fengið greiðslu frá ríkinu á meðan við biðum. Vissulega ekki nema 100 þúsund krónur en það munar um það. Það hefði líka legið fyrir snemma á meðgöngunni ef við hefðum þurft að brúa bil, hversu lengi það hefði verið og við hefðum geta gert ráðstafanir út frá því. Þá vorum við ekki tekjuskerð í fæðingarorlofi eins og gert er á Íslandi. Venjulegt launafólk fær full laun í fæðingarorlofi og því er ekki verið að setja óþarfa auka fjárhagsáhyggjur á foreldra á streitumiklu tímabili í lífinu þar sem útgjöld aukast gjarnan. Fyrstu tvö árin í lífi barns eru líka mjög mikilvæg upp á heilsu og líðan einstaklingsins seinna meir, þannig að setja foreldra í þessa aðstöðu viljandi er mér óskiljanlegt. Það er í raun kómískt að forsætisráðherra Íslands tali gjarnan um fæðingarorlofið á Íslandi sem tæki til að auka jafnrétti kynjanna þegar foreldrar þurfa að brúa margra mánaðar bil sjálfir þangað til að barnið þeirra kemst inn á leikskóla og þá vitum við öll að aðilinn með lægri tekjurnar (oftast konan) er heima á meðan. Á meðgöngunni fengum við líka ókeypis fæðingarnámskeið á netinu og ég fékk ókeypis netnámskeið um brjóstagjöf, bæði voru í boði sveitarfélagsins okkar. Kona sem fer upplýst í fæðingu er rólegri og þar af leiðandi eru minni líkur á erfiðleikum í fæðingu, það sama á við um brjóstagjöf. Á Íslandi er vissulega framúrskarandi heimaþjónusta eftir fæðingu þar sem konur fá mikla aðstoð við upphaf á brjóstagjöf, eitthvað sem gjarnan mætti vera í Noregi. Annars eru fæðingarfræðslunámskeið helst í höndum einkaaðila á Íslandi, sem lokar strax á þá sem eru líklegastir að hagnast á því að fá fæðingarfræðslunámskeið. Leikskóli dóttur okkar er með 11 börn á deild og fjóra starfsmenn. Nú veit ég ekki hvernig mönnunarviðmið almennt eru á Íslandi en ég hef ekki séð þessi hlutföll á leikskólum ættingja minna og vina á Íslandi. Þær sögur sem ég heyri er að þau hafa ekki hugmynd um hvenær barnið þeirra komist inn á leikskóla, sumir leikskólakennarar barna þeirra tala ekki íslensku og þau þurfa reglulega að sækja börnin sín á vinnutíma vegna manneklu. Auðvitað koma upp tilfelli hérna þar sem þarf að sækja snemma í manneklu en það er örsjaldan, eflaust er staðan slík líka á ýmsum leikskólum á Íslandi þó að ég heyri það ekki. Ísland má þó eiga það að á leikskólum er matráður sem eldar hollan og góðan mat fyrir börnin og gefur þeim lýsi fyrir lágt gjald. Hér borgum við svipað gjald fyrir brauðmáltið í leikskólanum hennar því leikskólar hér eru ekki útbúnir með iðnaðareldhúsum. Restina sendum við í nesti með henni og stéttarskiptingin kemur strax fram í nestisboxunum hjá eins árs gömlum börnum. Í staðin fyrir að hækka leikskólagjöld á foreldra til að tækla mönnunarvanda í leikskólum áður en atvinnulífið er búið að taka við sér, þá hafa þeir sumstaðar hér í Bergen byrjað að vaktaskipta vinnudeginum til að stytta vinnudag leikskólakennara svo að mönnunarvandinn bitni ekki á foreldrunum. Helmingur starfsfólksins á leikskóla dóttur okkar eru lærðir leikskólakennarar, og þrír af hverjum fjórum eru með hagnýta menntun fyrir starf sitt. Í aðsendum greinum hér á Vísi hefur verið skrifað að hlutfall leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu sé 25-30% í leikskólum. Hér eru húsnæðisvextir á lánunum okkar rétt yfir 5% í efnahagskrísu sem er svipað og lánakjör á Íslandi í góðæri (fyrir utan covid). Við vorum með húsnæðislán á Íslandi sem lækkaði aldrei. Foreldrar okkar, sem eru venjulegt verkafólk mældu eindregið með verðtryggðum lánum við okkur svo við gætum staðið af okkur sveiflurnar í íslensku efnahagslífi. Eitthvað sem er galið, foreldrar okkar eru komið langt yfir fimmtugt og enn með húsnæðislán og eiga nóg í land þrátt fyrir að hafa borgað af lánunum sínum í hátt þrjátíu ár. Við vorum með blandað lán sem hreyfðist lítið, annað en óverðtryggða lánið okkar hérna. Svo er það annar brandari að reyna útskýra fyrir vinum okkar hérna úti hvað verðtrygging sé. Þegar við pöntum tíma hjá heimilislækni þá fáum við tíma innan 7-10 daga, ef við þurfum tíma samdægurs vegna veikinda hjá barninu okkar t.d. fáum við alltaf slíkan. Í fyrra þá sat ég hjá heimilislækninum mínum og ég þurfti tvöfaldan tíma hjá henni fljótlega aftur, hún sagði við mig að það væri nokkuð löng bið í tvölfaldan tíma. Með mitt íslenska viðmið hugsaði ég jájá ég get alveg beiðið í einhverja mánuði, það er ekkert stress á þessu. Það sem var löng bið í hennar augum voru tvær vikur. Ættingjar mínir á Íslandi segja það ekki taka því að panta tíma hjá heimilislækni, það sé svo löng bið eða þeir veigra sér við því að fara því þeir fá ekki þjónustu á íslensku. Þá veiktist ég í sumar og þurfti að liggja inn á sjúkrahúsi, á sama tíma var systir mín lögð inn á Landsspítalann með sömu veikindi. Ég beið innan við klukkutíma á læknavaktinni hérna áður en ég var send upp á sjúkrahús þar sem ég beið innan við korter á bráðamóttökunni eftir þjónustu. Ég fékk eigið herbergi á bráðamóttökunni á meðan það var verið að kortleggja vandann og meta þörf á innlögn. Þið lesendur eruð búnir að fatta að biðtíminn var töluvert lengri hjá systur minni á bráðamóttökunni á Íslandi og hún lá á ganginum fyrst eftir innlögn. Við búum í Bergen, borg sem er svipuð á stærð og höfuðborgarsvæðið á Íslandi. Hér væri peningasóun fyrir okkur að eiga bíl, vissulega væri það alveg þæginlegt af og til að eiga bíl en samgöngur eru það góðar að það borgar sig hreinlega ekki. Ef við þurfum að nota bíl þá höfum við aðgang að deilibílakerfi og næsti bíll er í næstu götu, annars hjólum við og tökum strætó. Við höfum því aukinn kaupmátt fólgin í því að þurfa ekki að reka bíl, hvað þá tvo. Við höfum líka aukinn kaupmátt í því að velferðar- og sálfræðiþjónusta er aðgengileg og ókeypis og einkennist ekki af mjög löngum biðlistum. Hér fá t.d. pör ókeypis parameðferð hjá hinu opinbera og fólk með börn er forgangsraðað. Á heimasíðu Fjölskyldustofu hér úti stendur að fólk komist að innan fjögurra vikna. Ástandið er ekki einu sinni svona gott hjá einkaaðilum á Íslandi. Norðmenn virðast hafa áttað sig á því að skilnaður er kostnaðarsamur fyrir samfélagið, ekki síst börnin sem í því lenda og því er ódýrara að grípa fjölskyldur áður en að skaðinn skeður en að slökkva elda eftir á. Þetta sé ég víðar, ég fór í framhaldsnám í heilsueflingu og heilsusálfræði og sé víða í norsku samfélagi að velferðarkerfið er notað í ríkara mæla til að koma í veg fyrir skaða en ekki bara slökkva elda líkt og hefð er fyrir heima á Fróni. Hér, a.m.k. í okkar fylki, fá allir tilboð á meðgöngu fyrsta barns um að taka þátt í stuttu paranámskeiði þar sem farið er yfir góðar aðferðir í samskiptum þegar reynir á sambandið. Þetta er gert svo að pör hafi eitthvað til að grípa í þegar álagið eftir barneignir fer að bíta. Í mínu námi hef ég borið saman allskonar tölfræði á líðan, heilsu og lyfjanotkun Norðmanna og Íslendinga. Tölurnar á Íslandi eru ekki beint freistandi að flytja með barnið sitt í þó ég viti út frá tölfræðinni að við maðurinn minn erum í þeim samfélagshópi sem myndi nú hafa það þokkalegt á Íslandi og barninu okkar vegna ágætlega. Þá eru mælingar á jafnvægi milli einkalífs og vinnu töluvert ólíkar. Samkvæmt OECD er Ísland er næst neðst í Evrópu, Tyrkland er í neðsta sæti á eftir okkur og ekki beint land sem við kjósum að bera okkur saman við. Til samanburðar er Noregur í fimmta sæti. Hér geta líka foreldrar barna undir 10 ára skert starfshlutfall sitt án þess að eiga hættu á að missa starf sitt vegna vinnulöggjafar sem verndar það. Þetta nýtist auðvitað þeim sem hafa efni á því að skerða starfshlutfall sitt, en löggjafinn er a.m.k. að reyna gera sitt. Ég hef rætt þessar vangaveltur mínar við ættingja og vini, margir af þeim hvetja mig einfaldlega til þess að koma ekki heim. Þetta er bara venjulegt fólk, verkafólk, menntafólk og námsmenn í kringum mig. Þau skilja auðvitað rökin að Ísland er alltaf heima og það er fátt sem jafnast á við það, en út frá praktískum rökum fær Ísland sjaldnast vinninginn. Ekki einu sinni veðrið, en það er lítið sem stjórnmálin geta gert í því. Íslenskir pólitíksuar bera ansi oft Ísland saman við Norðurlöndin, oft til að færa rök fyrir máli sínu. Ég spyr ég mig oft þegar ég heyri slíkt hvort þessir sömu pólitíkusar hafa yfirhöfuð búið á Norðurlöndunum. Þeir stjórnmálamenn sem helst tala fyrir samkeppni ættu kannski að reyna standa sig í henni því ég sé ekki að Íslandi standist samanburð á mörgum sviðum sem skipta mig að minnsta kosti máli og þess vegna held ég að ég bíði með það í bili að flytja heim. Höfundur er brottfluttur Íslendingur sem vildi óska að það væri meira freistandi að flytja heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég, eins og svo margir jafnaldrar mínir fór til Norðurlandana í framhaldsnám á háskólastigi. Nú er því námi senn að ljúka og margir ættingjar farnir að spurja hvort að vil ætlum ekki að flytja heim. Ákvörðun sem ég vildi svo gjarnan væri svo sjálfsögð að taka og að svarið væri einfalt já. En eftir að hafa búið í Noregi í þrjú ár, þá á ég erfitt með að réttlæta fyrir mér að flytja heim. Á þessum tíma, eins og svo margir á okkar æviskeiði, eignuðumst við unnusti minn okkar fyrsta barn. Okkur langar auðvitað að barnið okkar kynnist ömmum sínum og öfum og öðrum ættingjum. Okkur langar að tala móðurmálið okkar dagsdaglega, hitta vini okkar, hafa bakland, geta farið í sund marga daga vikunnar og borða góða matinn á Íslandi sem við öldumst upp við að borða. En eftir að hafa búið í alvöru velferðarkerfi og í stöðugara efnahagskerfi, þá er erfitt að réttlæta fyrir sér út frá praktískum rökum að flytja heim, munurinn er það mikill og ég ætla rekja hér nokkur dæmi. Þegar ég var ófrísk þá lá fyrir snemma á meðgöngunni hvenær barnið mitt kæmist inn í leikskóla, það stóðst og hún komst 13 mánaða inn á leikskóla. Ef við hefðum þurft að brúa bilið frá fæðingarorlofi fram að leikskóla hefðum við fengið greiðslu frá ríkinu á meðan við biðum. Vissulega ekki nema 100 þúsund krónur en það munar um það. Það hefði líka legið fyrir snemma á meðgöngunni ef við hefðum þurft að brúa bil, hversu lengi það hefði verið og við hefðum geta gert ráðstafanir út frá því. Þá vorum við ekki tekjuskerð í fæðingarorlofi eins og gert er á Íslandi. Venjulegt launafólk fær full laun í fæðingarorlofi og því er ekki verið að setja óþarfa auka fjárhagsáhyggjur á foreldra á streitumiklu tímabili í lífinu þar sem útgjöld aukast gjarnan. Fyrstu tvö árin í lífi barns eru líka mjög mikilvæg upp á heilsu og líðan einstaklingsins seinna meir, þannig að setja foreldra í þessa aðstöðu viljandi er mér óskiljanlegt. Það er í raun kómískt að forsætisráðherra Íslands tali gjarnan um fæðingarorlofið á Íslandi sem tæki til að auka jafnrétti kynjanna þegar foreldrar þurfa að brúa margra mánaðar bil sjálfir þangað til að barnið þeirra kemst inn á leikskóla og þá vitum við öll að aðilinn með lægri tekjurnar (oftast konan) er heima á meðan. Á meðgöngunni fengum við líka ókeypis fæðingarnámskeið á netinu og ég fékk ókeypis netnámskeið um brjóstagjöf, bæði voru í boði sveitarfélagsins okkar. Kona sem fer upplýst í fæðingu er rólegri og þar af leiðandi eru minni líkur á erfiðleikum í fæðingu, það sama á við um brjóstagjöf. Á Íslandi er vissulega framúrskarandi heimaþjónusta eftir fæðingu þar sem konur fá mikla aðstoð við upphaf á brjóstagjöf, eitthvað sem gjarnan mætti vera í Noregi. Annars eru fæðingarfræðslunámskeið helst í höndum einkaaðila á Íslandi, sem lokar strax á þá sem eru líklegastir að hagnast á því að fá fæðingarfræðslunámskeið. Leikskóli dóttur okkar er með 11 börn á deild og fjóra starfsmenn. Nú veit ég ekki hvernig mönnunarviðmið almennt eru á Íslandi en ég hef ekki séð þessi hlutföll á leikskólum ættingja minna og vina á Íslandi. Þær sögur sem ég heyri er að þau hafa ekki hugmynd um hvenær barnið þeirra komist inn á leikskóla, sumir leikskólakennarar barna þeirra tala ekki íslensku og þau þurfa reglulega að sækja börnin sín á vinnutíma vegna manneklu. Auðvitað koma upp tilfelli hérna þar sem þarf að sækja snemma í manneklu en það er örsjaldan, eflaust er staðan slík líka á ýmsum leikskólum á Íslandi þó að ég heyri það ekki. Ísland má þó eiga það að á leikskólum er matráður sem eldar hollan og góðan mat fyrir börnin og gefur þeim lýsi fyrir lágt gjald. Hér borgum við svipað gjald fyrir brauðmáltið í leikskólanum hennar því leikskólar hér eru ekki útbúnir með iðnaðareldhúsum. Restina sendum við í nesti með henni og stéttarskiptingin kemur strax fram í nestisboxunum hjá eins árs gömlum börnum. Í staðin fyrir að hækka leikskólagjöld á foreldra til að tækla mönnunarvanda í leikskólum áður en atvinnulífið er búið að taka við sér, þá hafa þeir sumstaðar hér í Bergen byrjað að vaktaskipta vinnudeginum til að stytta vinnudag leikskólakennara svo að mönnunarvandinn bitni ekki á foreldrunum. Helmingur starfsfólksins á leikskóla dóttur okkar eru lærðir leikskólakennarar, og þrír af hverjum fjórum eru með hagnýta menntun fyrir starf sitt. Í aðsendum greinum hér á Vísi hefur verið skrifað að hlutfall leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu sé 25-30% í leikskólum. Hér eru húsnæðisvextir á lánunum okkar rétt yfir 5% í efnahagskrísu sem er svipað og lánakjör á Íslandi í góðæri (fyrir utan covid). Við vorum með húsnæðislán á Íslandi sem lækkaði aldrei. Foreldrar okkar, sem eru venjulegt verkafólk mældu eindregið með verðtryggðum lánum við okkur svo við gætum staðið af okkur sveiflurnar í íslensku efnahagslífi. Eitthvað sem er galið, foreldrar okkar eru komið langt yfir fimmtugt og enn með húsnæðislán og eiga nóg í land þrátt fyrir að hafa borgað af lánunum sínum í hátt þrjátíu ár. Við vorum með blandað lán sem hreyfðist lítið, annað en óverðtryggða lánið okkar hérna. Svo er það annar brandari að reyna útskýra fyrir vinum okkar hérna úti hvað verðtrygging sé. Þegar við pöntum tíma hjá heimilislækni þá fáum við tíma innan 7-10 daga, ef við þurfum tíma samdægurs vegna veikinda hjá barninu okkar t.d. fáum við alltaf slíkan. Í fyrra þá sat ég hjá heimilislækninum mínum og ég þurfti tvöfaldan tíma hjá henni fljótlega aftur, hún sagði við mig að það væri nokkuð löng bið í tvölfaldan tíma. Með mitt íslenska viðmið hugsaði ég jájá ég get alveg beiðið í einhverja mánuði, það er ekkert stress á þessu. Það sem var löng bið í hennar augum voru tvær vikur. Ættingjar mínir á Íslandi segja það ekki taka því að panta tíma hjá heimilislækni, það sé svo löng bið eða þeir veigra sér við því að fara því þeir fá ekki þjónustu á íslensku. Þá veiktist ég í sumar og þurfti að liggja inn á sjúkrahúsi, á sama tíma var systir mín lögð inn á Landsspítalann með sömu veikindi. Ég beið innan við klukkutíma á læknavaktinni hérna áður en ég var send upp á sjúkrahús þar sem ég beið innan við korter á bráðamóttökunni eftir þjónustu. Ég fékk eigið herbergi á bráðamóttökunni á meðan það var verið að kortleggja vandann og meta þörf á innlögn. Þið lesendur eruð búnir að fatta að biðtíminn var töluvert lengri hjá systur minni á bráðamóttökunni á Íslandi og hún lá á ganginum fyrst eftir innlögn. Við búum í Bergen, borg sem er svipuð á stærð og höfuðborgarsvæðið á Íslandi. Hér væri peningasóun fyrir okkur að eiga bíl, vissulega væri það alveg þæginlegt af og til að eiga bíl en samgöngur eru það góðar að það borgar sig hreinlega ekki. Ef við þurfum að nota bíl þá höfum við aðgang að deilibílakerfi og næsti bíll er í næstu götu, annars hjólum við og tökum strætó. Við höfum því aukinn kaupmátt fólgin í því að þurfa ekki að reka bíl, hvað þá tvo. Við höfum líka aukinn kaupmátt í því að velferðar- og sálfræðiþjónusta er aðgengileg og ókeypis og einkennist ekki af mjög löngum biðlistum. Hér fá t.d. pör ókeypis parameðferð hjá hinu opinbera og fólk með börn er forgangsraðað. Á heimasíðu Fjölskyldustofu hér úti stendur að fólk komist að innan fjögurra vikna. Ástandið er ekki einu sinni svona gott hjá einkaaðilum á Íslandi. Norðmenn virðast hafa áttað sig á því að skilnaður er kostnaðarsamur fyrir samfélagið, ekki síst börnin sem í því lenda og því er ódýrara að grípa fjölskyldur áður en að skaðinn skeður en að slökkva elda eftir á. Þetta sé ég víðar, ég fór í framhaldsnám í heilsueflingu og heilsusálfræði og sé víða í norsku samfélagi að velferðarkerfið er notað í ríkara mæla til að koma í veg fyrir skaða en ekki bara slökkva elda líkt og hefð er fyrir heima á Fróni. Hér, a.m.k. í okkar fylki, fá allir tilboð á meðgöngu fyrsta barns um að taka þátt í stuttu paranámskeiði þar sem farið er yfir góðar aðferðir í samskiptum þegar reynir á sambandið. Þetta er gert svo að pör hafi eitthvað til að grípa í þegar álagið eftir barneignir fer að bíta. Í mínu námi hef ég borið saman allskonar tölfræði á líðan, heilsu og lyfjanotkun Norðmanna og Íslendinga. Tölurnar á Íslandi eru ekki beint freistandi að flytja með barnið sitt í þó ég viti út frá tölfræðinni að við maðurinn minn erum í þeim samfélagshópi sem myndi nú hafa það þokkalegt á Íslandi og barninu okkar vegna ágætlega. Þá eru mælingar á jafnvægi milli einkalífs og vinnu töluvert ólíkar. Samkvæmt OECD er Ísland er næst neðst í Evrópu, Tyrkland er í neðsta sæti á eftir okkur og ekki beint land sem við kjósum að bera okkur saman við. Til samanburðar er Noregur í fimmta sæti. Hér geta líka foreldrar barna undir 10 ára skert starfshlutfall sitt án þess að eiga hættu á að missa starf sitt vegna vinnulöggjafar sem verndar það. Þetta nýtist auðvitað þeim sem hafa efni á því að skerða starfshlutfall sitt, en löggjafinn er a.m.k. að reyna gera sitt. Ég hef rætt þessar vangaveltur mínar við ættingja og vini, margir af þeim hvetja mig einfaldlega til þess að koma ekki heim. Þetta er bara venjulegt fólk, verkafólk, menntafólk og námsmenn í kringum mig. Þau skilja auðvitað rökin að Ísland er alltaf heima og það er fátt sem jafnast á við það, en út frá praktískum rökum fær Ísland sjaldnast vinninginn. Ekki einu sinni veðrið, en það er lítið sem stjórnmálin geta gert í því. Íslenskir pólitíksuar bera ansi oft Ísland saman við Norðurlöndin, oft til að færa rök fyrir máli sínu. Ég spyr ég mig oft þegar ég heyri slíkt hvort þessir sömu pólitíkusar hafa yfirhöfuð búið á Norðurlöndunum. Þeir stjórnmálamenn sem helst tala fyrir samkeppni ættu kannski að reyna standa sig í henni því ég sé ekki að Íslandi standist samanburð á mörgum sviðum sem skipta mig að minnsta kosti máli og þess vegna held ég að ég bíði með það í bili að flytja heim. Höfundur er brottfluttur Íslendingur sem vildi óska að það væri meira freistandi að flytja heim.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun