Oft er talað um að sápuþvo munninn á fólki til að fá það til að hætta að blóta. Bardsley tók þetta skrefi lengra en eiginkona hans, raunveruleikastjarnan Tanya, tók upp myndband þar sem hann sést halda syni þeirra niðri á gólfinu og þykist hella sápu upp í hann.
Tanya birti myndbandið á Instagram og það fékk vægast sagt blendin viðbrögð. Mörgum þótti það hreinlega óþægilegt. Öðrum þótti myndbandið bara fyndið.
Tanya ítrekaði svo að um grín hefði verið að ræða og furðaði sig á móðgunargirni fólks.
Bardsley, sem er 38 ára, er aðstoðarþjálfari utandeildarliðs Macclesfield. Hann lék átta leiki með United og fór síðan til Sunderland, Burnley og Stoke City.