Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. desember 2023 07:01 Íslenskir vinnustaðir leita í tengslanetið sitt, auglýsa ekki störf eða leita strax af erlendum sérfræðingum í útlöndum frekar en að gefa þeim sem þegar eru fluttir til Íslands tækifæri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Kathryn Gunnarsson og Michelle Spinei stóðu að. Vísir/Vilhelm Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. Annars vegar er talað um það að íslensku atvinnulífi vanti hundruði sérfræðinga til starfa. Hins vegar er fjallað um það að fólk erlendis frá fái ekki störf í samræmi við menntun þeirra og reynslu þegar til Íslands er komið. Hvað veldur? Niðurstöður úr nýlegri rannsókn sem gerð var á meðal atvinnuleitenda og ráðningaaðila á íslenskum vinnumarkaði, sýna að mögulega eru íslensk fyrirtæki að leita langt yfir skammt. „Það sem fyrirtæki virðast byrja á því að gera er að auglýsa eftir erlendum sérfræðingum erlendis frá og hefja flókið ráðningaferli þaðan,“ segir Kathryn Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Geko ráðningaþjónustu, en Geko sérhæfir sig í að tengja saman fyrirtæki og sérfræðinga, í vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði. „Staðreyndin er hins vegar sú að mikið af þessu fólki er á Íslandi nú þegar, en hér fær það ekki störf við hæfi,“ bætir Michelle Spinei verkefnastjóri alþjóðlegra samskipta hjá Iceland Innovation Week. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um stöðu erlendra s é rfræðinga í íslensku atvinnulífi og sívaxandi v ö ntun þeirra inn á vinnumarkaðinn h é rlendis. Sérfræðingar en fá ekki störfin Síðastliðið vor hlutu Kathryn og Michelle styrk frá Félags- og atvinnumálaráðuneytinu til að rannsaka sérstaklega stöðu erlendra sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði, en lengi vel hefur verið vitað að á komandi árum fer þörf vinnumarkaðarins hratt vaxandi og reyndar nokkuð ljóst að íslensku atvinnulífi mun vanta mannauð erlendis frá í nánast öllum starfsgreinum. Kathryn og Michelle segja þó nokkuð liggja fyrir í rannsóknum um til dæmis aðstöðu fólks erlendis frá þegar það kemur til landsins, meðal annars stöðu þeirra gagnvart því að sækja um störf. Þær segja hins vegar minna vitað um hvað veldur því að hljóð og mynd virðist ekki falla saman: Að annars vegar vanti fólk en hins vegar sé fólk erlendis frá ekki að fá störf við hæfi. Svarendur í könnuninni voru 192 erlendir sérfræðingar sem eru búsettir á Íslandi og 63 einstaklingar sem starfa að ráðningamálum fyrir fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum vettvangi. Meðal niðurstaða má sjá að: 89% þeirra sem eru að ráða fólk, segjast þurfa að ráða erlenda sérfræðinga til starfa 58% þessara aðila, segjast nú þegar vera með erlenda sérfræðinga í stjórnendaröðum sínum 75% erlendra sérfræðinga, sem eru með háskólagráðu, meistara- eða doktorspróf, segja að fyrsta starfið þeirra á Íslandi hafi ekki verið í samræmi við reynslu þeirra né menntun. Í svörum erlendra sérfræðinga kemur meðal annars í ljós að þær hindranir sem verða á veginum við atvinnuleit á Íslandi eru svo margar, að á endanum er fólk oft að þiggja láglaunastörf einfaldlega til þess að fá einhverja vinnu. Á meðfylgjandi mynd má sjá orð sem sýna stöðugildi erlendra sérfræðinga áður en þeir fluttu til Íslands, í samanburði við stöðugildi sem þetta sama fólk starfaði fékk sem fyrsta starfið sitt á Íslandi. Í þessum hópi er fjölmennur hópur háskólamenntaður, hlutfallslega flestir með atvinnuleyfi í gegnum EES samninginn og margir hafa flutt til landsins vegna þess að þeir eiga íslenskan maka. Íslenskan er ekki hindrun Það er ekki nema von að málefnið sé Kathryn og Michelle hugleikið. Því báðar koma þær að utan. Kathryn, sem er bresk, flutti til Íslands árið 2016 en eiginmaður hennar er íslenskur. Í Bretlandi starfaði ég sem mannuðssérfræðingur fyrir fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi og ég get alveg viðurkennt það að áður en við fluttumst til Íslands, hafði ég akkúrat engar áhyggjur af því að fá ekki vinnu við hæfi. Enda væru hér mörg íslensk fyrirtæki sem ýmist starfa á alþjóða vettvangi eða hafa sett sér markmið um að gera það og hér er líka talað um mikla vöntun á erlendum sérfræðingum. Annað kom hins vegar á daginn þegar ég var komin hingað og fór að skoða hvaða tækifæri mér byðust,“ segir Kathryn, sem á endanum ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki, Geko, árið 2020. Michelle er frá Bandaríkjunum og hefur unnið í nýsköpunar geiranum á Íslandi undanfarin ár. „Ég þekki par sem komu til Íslands vegna þess að annað þeirra fékk sérfræðistarf hér. Þau fluttu hins vegar út aftur innan sex mánaða vegna þess að hitt fékk einfaldlega ekki starf við hæfi,” segir Michelle og bætir við: „Samt hefur komið fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur að nýsköpun þurfi að verða stærsta útflutningsvara Íslands. Og vitað er að til þess að þetta nýsköpunarumhverfi geti blómstrað, þarf atvinnulífið að hafa aðgang að fjölbreyttum sérfræðingum, bæði innlendum sem og erlendum.“ Kathryn og Michelle segja dæmin því mýmörg um að íslenskt atvinnulíf sé að missa af verðmætum mannauði. Fólk sem er þegar komið til Íslands og vill fyrir alla muni nýta starfskrafta sína hér. Bara það að vera með erlent nafn á ferilskránni reynist þrándur í götu. Niðurstöður rannsóknarinnar okkar sýna til dæmis að 7% erlendra sérfræðinga breyta nafninu sínu á ferilskránni til þess að auka líkurnar á því að fá starf við hæfi. Þetta er kannski ekki hátt hlutfall af heildinni, en segir samt svolítið mikið um það hver staða þessa hóps er þegar kemur að starfstækifærum.“ En hva ð með íslenskuna? „Íslenskan er mjög mikilvægt atriði og allir sem hingað flytja vilja læra íslensku. Tungumálið er hins vegar flókið og eðlilegt að það taki fólk nokkur ár að ná tökum á því,“ segir Kathryn en bætir við: „Rannsóknin okkar sýndi samt að það að kunna íslensku er ekki fyrirstaða hjá þeim aðilum sem þurfa að ráða erlenda sérfræðinga. Því þetta eru upp til hópa vinnustaðir sem starfa á alþjóðlegum vettvangi og enskan því þeirra helsta tungumál starfslega séð.“ Kathryn og Michelle segja helstu skýringuna á því að erlendir sérfræðingar búsettir á Íslandi fái ekki störf við hæfi, sé að finna í ráðningaferlinu. Til dæmis vanti áþreifanlega þjálfun fyrir þann hóp fólks sem starfar við það að ráða fólk til starfa.Vísir/Vilhelm Vantar þjálfun í að ráða fólk En hvernig stendur á því að vel menntað og reynslumikið fólk sem þegar er flutt til Íslands, hefur jafnvel komið sér fyrir og er á góðri leið með að aðlagast íslensku samfélagi, fær ekki störf við hæfi á sama tíma og atvinnulífinu bráðvantar fleira fólk? Kathryn og Michelle segja niðurstöðurnar í rannsókninni sýna ýmiss atriði hafa áhrif á þetta. Til dæmis vanti verulega upp á þjálfun fólks sem þó kemur að ráðningum fólks til fyrirtækja Þá sé það staðreynd að mörg störf eru ekki auglýst Tengslanetið sé líka það sem ráðningaaðilar byrji alltaf á því að skoða fyrst og fremst. „Það sem virðist gerast er að fólk leitar í tengslanetið sitt og án þess að átta sig á því, fer fólk oftast að leita af fólki sem líkist þeim sjálfum,“ segir Kathryn og útskýrir að rannsóknir á fyrirbærinu „likeness“ eru fjölmargar, en þær sýna að fólk hefur almennt tilhneigingu til þess að vilja helst finna fólk sem er í útliti, menningarlega og fleira, sem líkast þeim sjálfum. Þetta þýðir að um leið og það er erlent nafn á ferilskránni, annar húðlitur eða eitthvað sem er verulega frábrugðið ráðningaraðilanum sjálfum, minnka líkurnar á að viðkomandi umsækjandi sé gefið tækifæri. Þjálfun og þekking til þess að ráða fólk til starfa þar sem hæfnisviðmiðin eru fyrst og fremst til staðar, var hins vegar mjög svo áberandi í niðurstöðum ráðningaaðila. Í kynningu á niðurstöðunum sem haldin var í húsakynnum CCP núna í haust, segja Kathryn og Michelle þetta meðal annars hafa verið rætt á meðal gesta sem tóku þátt í umræðupanel. „Það var ofsalega sláandi í niðurstöðum rannsóknarinnar hversu ábótavant þekkingin og getan til að ráða fólk samkvæmt faglegu ferli er á Íslandi. Hér gildir enn tengslanetið og víða er það jafnvel þannig að það er bara ein manneskja sem skannar yfir ferilskrár umsækjenda og sigtar út þær helstu til frekari skoðunar. Þetta er langt frá því að vera rétta leiðin,“ segir Kathryn. Kathryn og Michelle segja líka mikilvægt að vinnustaðir átti sig á því að það að það að leita strax erlendis þegar ráða á fólk erlendis frá, í staðinn fyrir að skoða betur hvaða sérfræðingar eru þegar búsettir á Íslandi, sé rerfiðara, tímafrekara og kostnaðarsamara ferli. Mikill mannauður búi á Íslandi nú þegar sem ekki er verið að gefa tækifæri. Starfsframi Mannauðsmál Innflytjendamál Vinnumarkaður Stjórnun Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Annars vegar er talað um það að íslensku atvinnulífi vanti hundruði sérfræðinga til starfa. Hins vegar er fjallað um það að fólk erlendis frá fái ekki störf í samræmi við menntun þeirra og reynslu þegar til Íslands er komið. Hvað veldur? Niðurstöður úr nýlegri rannsókn sem gerð var á meðal atvinnuleitenda og ráðningaaðila á íslenskum vinnumarkaði, sýna að mögulega eru íslensk fyrirtæki að leita langt yfir skammt. „Það sem fyrirtæki virðast byrja á því að gera er að auglýsa eftir erlendum sérfræðingum erlendis frá og hefja flókið ráðningaferli þaðan,“ segir Kathryn Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Geko ráðningaþjónustu, en Geko sérhæfir sig í að tengja saman fyrirtæki og sérfræðinga, í vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði. „Staðreyndin er hins vegar sú að mikið af þessu fólki er á Íslandi nú þegar, en hér fær það ekki störf við hæfi,“ bætir Michelle Spinei verkefnastjóri alþjóðlegra samskipta hjá Iceland Innovation Week. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um stöðu erlendra s é rfræðinga í íslensku atvinnulífi og sívaxandi v ö ntun þeirra inn á vinnumarkaðinn h é rlendis. Sérfræðingar en fá ekki störfin Síðastliðið vor hlutu Kathryn og Michelle styrk frá Félags- og atvinnumálaráðuneytinu til að rannsaka sérstaklega stöðu erlendra sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði, en lengi vel hefur verið vitað að á komandi árum fer þörf vinnumarkaðarins hratt vaxandi og reyndar nokkuð ljóst að íslensku atvinnulífi mun vanta mannauð erlendis frá í nánast öllum starfsgreinum. Kathryn og Michelle segja þó nokkuð liggja fyrir í rannsóknum um til dæmis aðstöðu fólks erlendis frá þegar það kemur til landsins, meðal annars stöðu þeirra gagnvart því að sækja um störf. Þær segja hins vegar minna vitað um hvað veldur því að hljóð og mynd virðist ekki falla saman: Að annars vegar vanti fólk en hins vegar sé fólk erlendis frá ekki að fá störf við hæfi. Svarendur í könnuninni voru 192 erlendir sérfræðingar sem eru búsettir á Íslandi og 63 einstaklingar sem starfa að ráðningamálum fyrir fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum vettvangi. Meðal niðurstaða má sjá að: 89% þeirra sem eru að ráða fólk, segjast þurfa að ráða erlenda sérfræðinga til starfa 58% þessara aðila, segjast nú þegar vera með erlenda sérfræðinga í stjórnendaröðum sínum 75% erlendra sérfræðinga, sem eru með háskólagráðu, meistara- eða doktorspróf, segja að fyrsta starfið þeirra á Íslandi hafi ekki verið í samræmi við reynslu þeirra né menntun. Í svörum erlendra sérfræðinga kemur meðal annars í ljós að þær hindranir sem verða á veginum við atvinnuleit á Íslandi eru svo margar, að á endanum er fólk oft að þiggja láglaunastörf einfaldlega til þess að fá einhverja vinnu. Á meðfylgjandi mynd má sjá orð sem sýna stöðugildi erlendra sérfræðinga áður en þeir fluttu til Íslands, í samanburði við stöðugildi sem þetta sama fólk starfaði fékk sem fyrsta starfið sitt á Íslandi. Í þessum hópi er fjölmennur hópur háskólamenntaður, hlutfallslega flestir með atvinnuleyfi í gegnum EES samninginn og margir hafa flutt til landsins vegna þess að þeir eiga íslenskan maka. Íslenskan er ekki hindrun Það er ekki nema von að málefnið sé Kathryn og Michelle hugleikið. Því báðar koma þær að utan. Kathryn, sem er bresk, flutti til Íslands árið 2016 en eiginmaður hennar er íslenskur. Í Bretlandi starfaði ég sem mannuðssérfræðingur fyrir fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi og ég get alveg viðurkennt það að áður en við fluttumst til Íslands, hafði ég akkúrat engar áhyggjur af því að fá ekki vinnu við hæfi. Enda væru hér mörg íslensk fyrirtæki sem ýmist starfa á alþjóða vettvangi eða hafa sett sér markmið um að gera það og hér er líka talað um mikla vöntun á erlendum sérfræðingum. Annað kom hins vegar á daginn þegar ég var komin hingað og fór að skoða hvaða tækifæri mér byðust,“ segir Kathryn, sem á endanum ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki, Geko, árið 2020. Michelle er frá Bandaríkjunum og hefur unnið í nýsköpunar geiranum á Íslandi undanfarin ár. „Ég þekki par sem komu til Íslands vegna þess að annað þeirra fékk sérfræðistarf hér. Þau fluttu hins vegar út aftur innan sex mánaða vegna þess að hitt fékk einfaldlega ekki starf við hæfi,” segir Michelle og bætir við: „Samt hefur komið fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur að nýsköpun þurfi að verða stærsta útflutningsvara Íslands. Og vitað er að til þess að þetta nýsköpunarumhverfi geti blómstrað, þarf atvinnulífið að hafa aðgang að fjölbreyttum sérfræðingum, bæði innlendum sem og erlendum.“ Kathryn og Michelle segja dæmin því mýmörg um að íslenskt atvinnulíf sé að missa af verðmætum mannauði. Fólk sem er þegar komið til Íslands og vill fyrir alla muni nýta starfskrafta sína hér. Bara það að vera með erlent nafn á ferilskránni reynist þrándur í götu. Niðurstöður rannsóknarinnar okkar sýna til dæmis að 7% erlendra sérfræðinga breyta nafninu sínu á ferilskránni til þess að auka líkurnar á því að fá starf við hæfi. Þetta er kannski ekki hátt hlutfall af heildinni, en segir samt svolítið mikið um það hver staða þessa hóps er þegar kemur að starfstækifærum.“ En hva ð með íslenskuna? „Íslenskan er mjög mikilvægt atriði og allir sem hingað flytja vilja læra íslensku. Tungumálið er hins vegar flókið og eðlilegt að það taki fólk nokkur ár að ná tökum á því,“ segir Kathryn en bætir við: „Rannsóknin okkar sýndi samt að það að kunna íslensku er ekki fyrirstaða hjá þeim aðilum sem þurfa að ráða erlenda sérfræðinga. Því þetta eru upp til hópa vinnustaðir sem starfa á alþjóðlegum vettvangi og enskan því þeirra helsta tungumál starfslega séð.“ Kathryn og Michelle segja helstu skýringuna á því að erlendir sérfræðingar búsettir á Íslandi fái ekki störf við hæfi, sé að finna í ráðningaferlinu. Til dæmis vanti áþreifanlega þjálfun fyrir þann hóp fólks sem starfar við það að ráða fólk til starfa.Vísir/Vilhelm Vantar þjálfun í að ráða fólk En hvernig stendur á því að vel menntað og reynslumikið fólk sem þegar er flutt til Íslands, hefur jafnvel komið sér fyrir og er á góðri leið með að aðlagast íslensku samfélagi, fær ekki störf við hæfi á sama tíma og atvinnulífinu bráðvantar fleira fólk? Kathryn og Michelle segja niðurstöðurnar í rannsókninni sýna ýmiss atriði hafa áhrif á þetta. Til dæmis vanti verulega upp á þjálfun fólks sem þó kemur að ráðningum fólks til fyrirtækja Þá sé það staðreynd að mörg störf eru ekki auglýst Tengslanetið sé líka það sem ráðningaaðilar byrji alltaf á því að skoða fyrst og fremst. „Það sem virðist gerast er að fólk leitar í tengslanetið sitt og án þess að átta sig á því, fer fólk oftast að leita af fólki sem líkist þeim sjálfum,“ segir Kathryn og útskýrir að rannsóknir á fyrirbærinu „likeness“ eru fjölmargar, en þær sýna að fólk hefur almennt tilhneigingu til þess að vilja helst finna fólk sem er í útliti, menningarlega og fleira, sem líkast þeim sjálfum. Þetta þýðir að um leið og það er erlent nafn á ferilskránni, annar húðlitur eða eitthvað sem er verulega frábrugðið ráðningaraðilanum sjálfum, minnka líkurnar á að viðkomandi umsækjandi sé gefið tækifæri. Þjálfun og þekking til þess að ráða fólk til starfa þar sem hæfnisviðmiðin eru fyrst og fremst til staðar, var hins vegar mjög svo áberandi í niðurstöðum ráðningaaðila. Í kynningu á niðurstöðunum sem haldin var í húsakynnum CCP núna í haust, segja Kathryn og Michelle þetta meðal annars hafa verið rætt á meðal gesta sem tóku þátt í umræðupanel. „Það var ofsalega sláandi í niðurstöðum rannsóknarinnar hversu ábótavant þekkingin og getan til að ráða fólk samkvæmt faglegu ferli er á Íslandi. Hér gildir enn tengslanetið og víða er það jafnvel þannig að það er bara ein manneskja sem skannar yfir ferilskrár umsækjenda og sigtar út þær helstu til frekari skoðunar. Þetta er langt frá því að vera rétta leiðin,“ segir Kathryn. Kathryn og Michelle segja líka mikilvægt að vinnustaðir átti sig á því að það að það að leita strax erlendis þegar ráða á fólk erlendis frá, í staðinn fyrir að skoða betur hvaða sérfræðingar eru þegar búsettir á Íslandi, sé rerfiðara, tímafrekara og kostnaðarsamara ferli. Mikill mannauður búi á Íslandi nú þegar sem ekki er verið að gefa tækifæri.
Starfsframi Mannauðsmál Innflytjendamál Vinnumarkaður Stjórnun Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00
Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00