Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap.
Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég fékk að syngja með dönsku sinfóníunni fyrir nokkrum árum síðan. Það var mikill heiður auk þess em Köben er rosalega rómantísk í desember.“
Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég fékk ipod frá pabba þegar ég var unglingur, ógleymanlegt.“
Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég hef fengið nokkrar húfur sem ég geymi ofan í skúffu.“
Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Mér finnst gaman að horfa á einhverjar klassískar bíómyndir. Ég horfi á The Godfather í fyrra, ætli það verði ekki Harry Potter í ár.“
Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Án efa, Það snjóar.“
Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Eyes Wide Shut.“
Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Þegar maður flytur að heiman langar mann helst í sokka og nærbuxur.“
Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Að labba niður Laugaveginn á Þorláksmessu er rómó.“
Hvað borðar þú á jólunum? Ég leyfi mömmu að ráða!
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég hlakka mikið til þess að spila á tónleikunum mínum í Iðnó og svo kemur kærastan mín til landsins í næstu viku. Þetta verður hennar fyrsta Íslandsferð og hlakka ég mikið til að sýna henni litla landið mitt.“
Bakar þú smákökur fyrir jólin? „Ég er meiri kokkur frekar en bakari. Kannski vantar mig bara góða uppskrift.“
Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum eða týpan sem hleypur niður Laugaveginn á Þorláksmessu í leit að seinustu gjöfinni? „Ætli ég verði ekki að segja að ég sé sá síðarnefndi.“
Hvað eru jól fyrir þér? „Tækifæri til þess að vera þakklátur og njóta samverunnar með fjölskyldunni.“