PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:41 Formaður Heimilis og skóla segir að kerfið verði hreinlega að taka utan um börn sem búa við erfiðar félags- og efnahagslegar kringumstæður. PISA könnunin sýnir að áhrif stéttaskiptingar á frammistöðu barna aukist verulega á milli PISA úttekta. Vísir/Getty Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22