Gauti stendur fyrir árlegu jólatónleikunum sínum Julevenner 22. og 23. desember næstkomandi í Háskólabíó. Steindi kemur fram á tónleikunum nú í annað skipti og í tilefni af því segir Gauti að þeir hafi ákveðið að skella sér í stúdíó saman til að gera jólalag.
Hér má heyra lagið:
„Upprunalega ætluðum við að gera eitthvað rólegt jólalag en Steindi benti mér þá á þá staðreynd að það vantaði algjörlega eitthvað partý jólalag.“
Hér má sjá myndband af Gauta og Steinda flytja lagið hér og þar:
Svokallað dropp spilar veigamikið hlutverk í laginu sem snýst um að lagið hafi ákveðna uppbyggingu sem svo nær hámarki í droppinu.
„Steindi sagði að það hefði aldrei áður verið gert jóladropp í jólalagi. Í kjölfarið hittum við Þormóð pródúser og skelltum í þetta lag sem heitir Partýjól.“
Jólaskapið hefur greinilega náð inn í íslensku tónlistarsenuna þar sem margir eru að senda frá sér jólalög í ár. Má þar nefna tónlistarmanninn Patrik sem er með lagið Prettyboi um jólin og situr það í 14. sæti listans. Strákarnir í hljómsveitinni Iceguys gáfu út jólaplötu í nóvember en lagið þeirra Þessi týpísku jól hefur sömuleiðis ratað inn á Íslenska listann á FM og situr í 17. sæti.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: